Er Porsche að framleiða “baby”-Panamera? Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 15:30 Hvað skildi þetta vera frá Porsche? Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent