Tiger Woods ekki með á U.S. Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 10:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods verður ekki með opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku á Oakmont-vellinum. Tiger er enn að jafna sig eftir bakaðgerð. Tiger mun missa af U.S. Open mótinu í þriðja sinn á síðustu sex árum en hann hefur þrisvar sinnum unnið þetta risamót á ferlinum. „Ég er á fullu að vinna í því að ná mér góðum en ég er bara ekki líkamlega tilbúinn að keppa á U.S. Open eða á Quicken Loans National mótinu," sagði Tiger Woods í yfirlýsingu en síðarnefnda mótið fer fram viku síðar. „Ég er að ná framförum en er ekki enn tilbúinn í það að keppa á mótum," sagði Tiger. Tiger Woods er orðinn fertugur en hann er að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í síðasta haust. Hann fór í seinni aðgerðina 28. október. Tiger hefur ekki keppt á móti síðan í ágúst síðastliðnum þegar hann varð í 10. sæti á Wyndham-mótinu. Tiger Woods hefur unnið 79 PGA-titla og fjórtán risamót á ferlinum en eftir að hann missir af þessu opna bandaríska móti þá hefur hann misst af átta risamótum á ferlinum vegna meiðsla. Það er óvissa um hvenær Tiger kemur til baka og svo gæti vel farið að hann verði ekkert með á þessu tímabili. Hann hefur samt verið meira áberandi á síðustu vikum og spilaði meðal annars fimm holur á Bluejack National mótinu 25. apríl. Þess vegna voru upp vangaveltur um hvort að hann gæti spilað á U.S. Open en nú er ljóst að ekkert verður af því. Golf Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods verður ekki með opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku á Oakmont-vellinum. Tiger er enn að jafna sig eftir bakaðgerð. Tiger mun missa af U.S. Open mótinu í þriðja sinn á síðustu sex árum en hann hefur þrisvar sinnum unnið þetta risamót á ferlinum. „Ég er á fullu að vinna í því að ná mér góðum en ég er bara ekki líkamlega tilbúinn að keppa á U.S. Open eða á Quicken Loans National mótinu," sagði Tiger Woods í yfirlýsingu en síðarnefnda mótið fer fram viku síðar. „Ég er að ná framförum en er ekki enn tilbúinn í það að keppa á mótum," sagði Tiger. Tiger Woods er orðinn fertugur en hann er að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í síðasta haust. Hann fór í seinni aðgerðina 28. október. Tiger hefur ekki keppt á móti síðan í ágúst síðastliðnum þegar hann varð í 10. sæti á Wyndham-mótinu. Tiger Woods hefur unnið 79 PGA-titla og fjórtán risamót á ferlinum en eftir að hann missir af þessu opna bandaríska móti þá hefur hann misst af átta risamótum á ferlinum vegna meiðsla. Það er óvissa um hvenær Tiger kemur til baka og svo gæti vel farið að hann verði ekkert með á þessu tímabili. Hann hefur samt verið meira áberandi á síðustu vikum og spilaði meðal annars fimm holur á Bluejack National mótinu 25. apríl. Þess vegna voru upp vangaveltur um hvort að hann gæti spilað á U.S. Open en nú er ljóst að ekkert verður af því.
Golf Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira