Viðskipti innlent

Félag í rekstri GAMMA kaupir 450 íbúðir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Klett­ur leigu­fé­lag rek­ur 450 íbúðir víðsveg­ar um landið.
Klett­ur leigu­fé­lag rek­ur 450 íbúðir víðsveg­ar um landið.

Meirihluti stjórnar Íbúðalánasjóðs ákvað á fundi sínum í dag að taka tilboði Almenna leigufélagsins eignarhaldssjóðs, sem átti hæsta tilboðið, í Leigufélagið Klett ehf. Almenna leigufélagið er í rekstri GAMMA.

Félagið er í eigu þriggja fasteignasjóða með stóran og fjölbreyttan hóp sjóðsfélaga. Sjóðirnir eru í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management, sem er samtals með tæplega 70 milljarða króna í stýringu fyrir lífeyrissjóði, fagfjárfesta, fyrirtæki og einstaklinga.

Leigufélagið Klettur ehf. var formlega auglýst til sölu á almennum markaði 25. febrúar 2016. Þann 2. mars 2016 var haldinn opinn kynningarfundur þar sem félagið og söluferlið, sem var í tveimur umferðum, var kynnt. Alls bárust átta óskuldbindandi tilboð í fyrri hluta söluferilsins. Í síðari hluta söluferilsins bárust þrjú skuldbindandi tilboð. 

Söluverð Leigufélagsins Kletts ehf. er 10,1 milljarðar króna sem er um 1.541 milljónum króna umfram bókfært virði leigufélagsins hjá Íbúðalánasjóði og mun því salan hafa jákvæð áhrif á rekstur sjóðsins. Stefnt er að undirritun samninga vegna sölunnar 27. maí næstkomandi segir í tilkynningu.

Sjá einnig: Íbúðalánasjóður selur leigufélag sitt

Leigufélagið Klettur hefur yfir að ráða 450 íbúðum sem bætast við 550 íbúðir sem Almenna leigufélagið leigir út.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.