
Um femínisma Biblíunnar og „bastarða“
Flest bendir til þess að staða kvenna hafi verið fremur sterk í upphafi frumkristni, a.m.k. á mælikvarða þess tíma. Elstu rit Nt, bréf Páls postula, bera því vitni að konur hafi verið postular og leiðtogar í sumum af hinum fyrstu kristnu söfnuðum, konur eins og Föbe, Priska, María, Tryfæna, Tryfósa, Persis, móðir Rúfusar, Júlía, systir Nerevs, og síðast en ekki síst Júnía, sem „skarar fram úr meðal postulanna“ og gekk Kristi á hönd á undan Páli (Róm 16:1-15).
Guðspjöllin vitna líka um sterka stöðu kvenna: Jafnvel þótt postularnir tólf hafi verið karlkyns greina guðspjöllin frá því að þegar á reyndi hurfu postularnir af vettvangi og eftir stóðu konurnar sem fylgdu Jesú alla leið á krossinn og voru auk þess fyrstu vottar upprisunnar. Þegar textar Nt eru skoðaðir nánar verður það ljóst að það er síðar í sögu frumkristni sem karlar taka að ýta konum til hliðar. Þetta sýna yngstu textar Nt, eins og Hirðisbréfin (1-2 Tím og Tít, sem eignuð eru Páli, en Páll skrifaði ekki), þar sem staða kvenna hefur greinilega breyst til hins verra, ásamt textum eins og 1 Kor 14:33b-36 (þar sem konum er sagt að þegja á safnaðarsamkomum), sem margir nýjatestamentisfræðingar eru sammála um að sé seinni tíma viðbót við texta Páls. Femínismi og Biblían virðast því fara ágætlega saman.
En hvert skyldi svar Nýja testamentisins vera við fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“? Athugum hvað sagt er um aðalpersónu Nt, Jesú frá Nasaret. Elsta guðspjall Nt, kennt við Markús, inniheldur enga fæðingar- eða bernskufrásögn, heldur birtist Jesús sem fullorðinn maður í upphafi guðspjallsins. Faðir Jesú, sem í Matteusi og Lúkasi er nefndur Jósef, er ekki nefndur í Markúsi. Í Mark 6:3 er Jesús kenndur við móður sína, Maríu, og bræður hans og systur eru tilgreind, en faðirinn hvergi nefndur. Matteusar- og Lúkasarguðspjall byggja bæði á Markúsi, en í þeim guðspjöllum hafa fæðingar- og bernskufrásagnir af Jesú bæst við. Samkvæmt þeim frásögnum var Jósef einungis stjúpfaðir Jesú, þar sem sá síðarnefndi var getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands. Jósef kemur auk þess einungis fyrir í upphafi þessara guðspjalla, en hann hverfur svo nær alfarið af vettvangi.
Í Matt 13:55 er Jesús sagður vera „sonur smiðsins“ (upphaflega „smiðurinn“, í Mark 6:3) sem líklega á við stjúpföður hans, Jósef, en það er einungis María, móðir hans, sem er nefnd á nafn, auk bræðra hans. Svipaða sögu er að segja um Lúkas: Jesús er getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands, og Jósef, stjúpfaðir Jesú, kemur eingöngu fyrir í upphafi guðspjallsins. Á fullorðinsárum Jesú eru það m.ö.o. einungis móðir hans og systkini sem láta sig hann varða. (Jóhannesarguðspjall er yngst guðspjalla Nt og síður áreiðanlegt sögulega séð.)
Spurningarmerki
Ef marka má þessar frásagnir má þannig setja spurningarmerki við það álit að Jósef hafi verið raunverulegur faðir Jesú – ef hann var þá raunveruleg persóna yfirleitt. Ef hann var raunverulegur faðir Jesú eru líkur á því að hann hefði fengið annars konar og ítarlegri umfjöllun en raun ber vitni – munum að í elsta guðspjallinu er ekki minnst á hann einu orði. Matteus og Lúkas virðast auk þess ekki eiga í neinum vandkvæðum með þá söguskýringu að Jósef hafi einungis verið stjúpfaðir Jesú.
Vissulega kann Jósef að hafa verið raunverulegur faðir Jesú, líkt og margir nýjatestamentisfræðingar telja. En þau atriði sem ég hef nefnt hér fyrir ofan, þ. á m. alger þögn Markúsar, kunna að benda til þess að svo hafi ekki verið. Það má sem sagt færa rök fyrir því að Jesús frá Nasaret hafi verið getinn utan hjónabands. Með öðrum orðum, hvað svo sem segja má um börn sem fæðast við slíkar aðstæður, í sögulegu ljósi má leiða líkur að því að Jesús hafi sjálfur verið „bastarður“. Sú niðurstaða setur fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ í samhengi sem hann hefur væntanlega ekki gert ráð fyrir.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Skoðun

Strækum á ofbeldi!
Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar

Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar
Einar Bárðarson skrifar

Hvert renna þín sóknargjöld?
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Menga á daginn og grilla á kvöldin
Sigurpáll Ingibergsson skrifar

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar

Palestína er prófsteinninn!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Útskúfunarsinfónían
Nökkvi Dan Elliðason skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1
Viðar Hreinsson skrifar

Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum?
Tatjana Latinovic skrifar

Talsmenn einfaldara skattkerfis og lækkun skatta, koma á fót nýjum og flóknum skatti
Jónas Godsk Rögnvaldsson skrifar

Jarðefnaeldsneyti grefur undan lífskjörum
Simon Stiell skrifar

Gervigreind og hröð og hæg hugsun
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Lögverndað siðleysi
Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar

Má barnið þitt segja nei?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni
Ásdís Kristinsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin kastar 5 þúsund heimilum út úr vaxtabótakerfinu
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Vettvangur lyginnar, Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Ertu sekur um að verða 67 ára?
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Úrræði fyrir þolendur á landsbyggðinni
Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar
Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar
Ingrid Kuhlman skrifar

Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi?
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Frelsi leikskólanna
Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Tilraun um stefnubreytingu í leikskólamálum
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Sjúkraþyrlur
Atli Már Markússon skrifar

Passaðu púlsinn í desember
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Birgir Þórarinsson dragi ummæli sín til baka
Gunnar Waage skrifar

Til stjórnar Breiðabliks
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur
Steindór Þórarinsson skrifar

Nektardansstaðirnir og mansal
Drífa Snædal skrifar