Um femínisma Biblíunnar og „bastarða“ Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 25. maí 2016 07:00 Venjulega þykir mér það ekki þess virði að bregðast við sleggjudómum fundamentalista eins og bandaríska suðurríkjaprestsins Stevens Anderson sem hér um daginn talaði um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ (í neikvæðri merkingu) vegna hárrar tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, og fullyrti auk þess að femínismi og Biblían færu ekki saman. En fullyrðingar þessar gefa ágætt tilefni til að kanna trúverðugleika og samhengi slíkra fullyrðinga. Eiga femínismi og Biblían samleið? Og hvað má segja um „bastarða“ Biblíunnar? Hér skal einblínt á Nýja testamentið (Nt) og frumkristni. Flest bendir til þess að staða kvenna hafi verið fremur sterk í upphafi frumkristni, a.m.k. á mælikvarða þess tíma. Elstu rit Nt, bréf Páls postula, bera því vitni að konur hafi verið postular og leiðtogar í sumum af hinum fyrstu kristnu söfnuðum, konur eins og Föbe, Priska, María, Tryfæna, Tryfósa, Persis, móðir Rúfusar, Júlía, systir Nerevs, og síðast en ekki síst Júnía, sem „skarar fram úr meðal postulanna“ og gekk Kristi á hönd á undan Páli (Róm 16:1-15). Guðspjöllin vitna líka um sterka stöðu kvenna: Jafnvel þótt postularnir tólf hafi verið karlkyns greina guðspjöllin frá því að þegar á reyndi hurfu postularnir af vettvangi og eftir stóðu konurnar sem fylgdu Jesú alla leið á krossinn og voru auk þess fyrstu vottar upprisunnar. Þegar textar Nt eru skoðaðir nánar verður það ljóst að það er síðar í sögu frumkristni sem karlar taka að ýta konum til hliðar. Þetta sýna yngstu textar Nt, eins og Hirðisbréfin (1-2 Tím og Tít, sem eignuð eru Páli, en Páll skrifaði ekki), þar sem staða kvenna hefur greinilega breyst til hins verra, ásamt textum eins og 1 Kor 14:33b-36 (þar sem konum er sagt að þegja á safnaðarsamkomum), sem margir nýjatestamentisfræðingar eru sammála um að sé seinni tíma viðbót við texta Páls. Femínismi og Biblían virðast því fara ágætlega saman. En hvert skyldi svar Nýja testamentisins vera við fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“? Athugum hvað sagt er um aðalpersónu Nt, Jesú frá Nasaret. Elsta guðspjall Nt, kennt við Markús, inniheldur enga fæðingar- eða bernskufrásögn, heldur birtist Jesús sem fullorðinn maður í upphafi guðspjallsins. Faðir Jesú, sem í Matteusi og Lúkasi er nefndur Jósef, er ekki nefndur í Markúsi. Í Mark 6:3 er Jesús kenndur við móður sína, Maríu, og bræður hans og systur eru tilgreind, en faðirinn hvergi nefndur. Matteusar- og Lúkasarguðspjall byggja bæði á Markúsi, en í þeim guðspjöllum hafa fæðingar- og bernskufrásagnir af Jesú bæst við. Samkvæmt þeim frásögnum var Jósef einungis stjúpfaðir Jesú, þar sem sá síðarnefndi var getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands. Jósef kemur auk þess einungis fyrir í upphafi þessara guðspjalla, en hann hverfur svo nær alfarið af vettvangi. Í Matt 13:55 er Jesús sagður vera „sonur smiðsins“ (upphaflega „smiðurinn“, í Mark 6:3) sem líklega á við stjúpföður hans, Jósef, en það er einungis María, móðir hans, sem er nefnd á nafn, auk bræðra hans. Svipaða sögu er að segja um Lúkas: Jesús er getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands, og Jósef, stjúpfaðir Jesú, kemur eingöngu fyrir í upphafi guðspjallsins. Á fullorðinsárum Jesú eru það m.ö.o. einungis móðir hans og systkini sem láta sig hann varða. (Jóhannesarguðspjall er yngst guðspjalla Nt og síður áreiðanlegt sögulega séð.)Spurningarmerki Ef marka má þessar frásagnir má þannig setja spurningarmerki við það álit að Jósef hafi verið raunverulegur faðir Jesú – ef hann var þá raunveruleg persóna yfirleitt. Ef hann var raunverulegur faðir Jesú eru líkur á því að hann hefði fengið annars konar og ítarlegri umfjöllun en raun ber vitni – munum að í elsta guðspjallinu er ekki minnst á hann einu orði. Matteus og Lúkas virðast auk þess ekki eiga í neinum vandkvæðum með þá söguskýringu að Jósef hafi einungis verið stjúpfaðir Jesú. Vissulega kann Jósef að hafa verið raunverulegur faðir Jesú, líkt og margir nýjatestamentisfræðingar telja. En þau atriði sem ég hef nefnt hér fyrir ofan, þ. á m. alger þögn Markúsar, kunna að benda til þess að svo hafi ekki verið. Það má sem sagt færa rök fyrir því að Jesús frá Nasaret hafi verið getinn utan hjónabands. Með öðrum orðum, hvað svo sem segja má um börn sem fæðast við slíkar aðstæður, í sögulegu ljósi má leiða líkur að því að Jesús hafi sjálfur verið „bastarður“. Sú niðurstaða setur fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ í samhengi sem hann hefur væntanlega ekki gert ráð fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Venjulega þykir mér það ekki þess virði að bregðast við sleggjudómum fundamentalista eins og bandaríska suðurríkjaprestsins Stevens Anderson sem hér um daginn talaði um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ (í neikvæðri merkingu) vegna hárrar tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, og fullyrti auk þess að femínismi og Biblían færu ekki saman. En fullyrðingar þessar gefa ágætt tilefni til að kanna trúverðugleika og samhengi slíkra fullyrðinga. Eiga femínismi og Biblían samleið? Og hvað má segja um „bastarða“ Biblíunnar? Hér skal einblínt á Nýja testamentið (Nt) og frumkristni. Flest bendir til þess að staða kvenna hafi verið fremur sterk í upphafi frumkristni, a.m.k. á mælikvarða þess tíma. Elstu rit Nt, bréf Páls postula, bera því vitni að konur hafi verið postular og leiðtogar í sumum af hinum fyrstu kristnu söfnuðum, konur eins og Föbe, Priska, María, Tryfæna, Tryfósa, Persis, móðir Rúfusar, Júlía, systir Nerevs, og síðast en ekki síst Júnía, sem „skarar fram úr meðal postulanna“ og gekk Kristi á hönd á undan Páli (Róm 16:1-15). Guðspjöllin vitna líka um sterka stöðu kvenna: Jafnvel þótt postularnir tólf hafi verið karlkyns greina guðspjöllin frá því að þegar á reyndi hurfu postularnir af vettvangi og eftir stóðu konurnar sem fylgdu Jesú alla leið á krossinn og voru auk þess fyrstu vottar upprisunnar. Þegar textar Nt eru skoðaðir nánar verður það ljóst að það er síðar í sögu frumkristni sem karlar taka að ýta konum til hliðar. Þetta sýna yngstu textar Nt, eins og Hirðisbréfin (1-2 Tím og Tít, sem eignuð eru Páli, en Páll skrifaði ekki), þar sem staða kvenna hefur greinilega breyst til hins verra, ásamt textum eins og 1 Kor 14:33b-36 (þar sem konum er sagt að þegja á safnaðarsamkomum), sem margir nýjatestamentisfræðingar eru sammála um að sé seinni tíma viðbót við texta Páls. Femínismi og Biblían virðast því fara ágætlega saman. En hvert skyldi svar Nýja testamentisins vera við fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“? Athugum hvað sagt er um aðalpersónu Nt, Jesú frá Nasaret. Elsta guðspjall Nt, kennt við Markús, inniheldur enga fæðingar- eða bernskufrásögn, heldur birtist Jesús sem fullorðinn maður í upphafi guðspjallsins. Faðir Jesú, sem í Matteusi og Lúkasi er nefndur Jósef, er ekki nefndur í Markúsi. Í Mark 6:3 er Jesús kenndur við móður sína, Maríu, og bræður hans og systur eru tilgreind, en faðirinn hvergi nefndur. Matteusar- og Lúkasarguðspjall byggja bæði á Markúsi, en í þeim guðspjöllum hafa fæðingar- og bernskufrásagnir af Jesú bæst við. Samkvæmt þeim frásögnum var Jósef einungis stjúpfaðir Jesú, þar sem sá síðarnefndi var getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands. Jósef kemur auk þess einungis fyrir í upphafi þessara guðspjalla, en hann hverfur svo nær alfarið af vettvangi. Í Matt 13:55 er Jesús sagður vera „sonur smiðsins“ (upphaflega „smiðurinn“, í Mark 6:3) sem líklega á við stjúpföður hans, Jósef, en það er einungis María, móðir hans, sem er nefnd á nafn, auk bræðra hans. Svipaða sögu er að segja um Lúkas: Jesús er getinn með yfirnáttúrulegum hætti, utan hjónabands, og Jósef, stjúpfaðir Jesú, kemur eingöngu fyrir í upphafi guðspjallsins. Á fullorðinsárum Jesú eru það m.ö.o. einungis móðir hans og systkini sem láta sig hann varða. (Jóhannesarguðspjall er yngst guðspjalla Nt og síður áreiðanlegt sögulega séð.)Spurningarmerki Ef marka má þessar frásagnir má þannig setja spurningarmerki við það álit að Jósef hafi verið raunverulegur faðir Jesú – ef hann var þá raunveruleg persóna yfirleitt. Ef hann var raunverulegur faðir Jesú eru líkur á því að hann hefði fengið annars konar og ítarlegri umfjöllun en raun ber vitni – munum að í elsta guðspjallinu er ekki minnst á hann einu orði. Matteus og Lúkas virðast auk þess ekki eiga í neinum vandkvæðum með þá söguskýringu að Jósef hafi einungis verið stjúpfaðir Jesú. Vissulega kann Jósef að hafa verið raunverulegur faðir Jesú, líkt og margir nýjatestamentisfræðingar telja. En þau atriði sem ég hef nefnt hér fyrir ofan, þ. á m. alger þögn Markúsar, kunna að benda til þess að svo hafi ekki verið. Það má sem sagt færa rök fyrir því að Jesús frá Nasaret hafi verið getinn utan hjónabands. Með öðrum orðum, hvað svo sem segja má um börn sem fæðast við slíkar aðstæður, í sögulegu ljósi má leiða líkur að því að Jesús hafi sjálfur verið „bastarður“. Sú niðurstaða setur fullyrðingu suðurríkjaprestsins um Íslendinga sem „bastarðaþjóð“ í samhengi sem hann hefur væntanlega ekki gert ráð fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar