Stórslysalegur samningur Ólafur Arnalds skrifar 26. maí 2016 05:00 Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun