Stórslysalegur samningur Ólafur Arnalds skrifar 26. maí 2016 05:00 Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun