Atvinnulífið klofið í afstöðu til Evrópusambandsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2016 11:00 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og einn helsti talsmaður útgöngu, mætir til málfundar á hjóli. Fréttablaðið/EPA Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif. Brexit Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif.
Brexit Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira