Atvinnulífið klofið í afstöðu til Evrópusambandsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2016 11:00 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og einn helsti talsmaður útgöngu, mætir til málfundar á hjóli. Fréttablaðið/EPA Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif. Brexit Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif.
Brexit Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira