Vextir óbreyttir þrátt fyrir lengsta stöðugleikaskeið aldarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2016 18:45 Verðbólga mældist 1,6 prósent í apríl. Hún hefur nú verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í rúmlega tvö ár samfleytt en samt hefur Seðlabankinn ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,75 prósentum. Var ákvörðun þess efnis kynnt í Seðlabankanum í dag. Verðbólgan fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014. Og hefur haldist þar síðan. Hún fór lægst á þessu tímabili í 0,8 prósent á tímabilinu desember 2014 til febrúar 2015. Verðbólgan hækkaði þegar líða tók á síðasta ár og var 2,2 prósent í ágúst en fór aldrei yfir markmið. Í apríl síðastliðnum mældist hún 1,6 prósent. Þetta er lengsta verðstöðugleikatímabil sem Íslendingar hafa gengið í gegnum síðan verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og þar með lengsta stöðugleikaskeið þessarar aldar. Stýrivextir mynda gólf fyrir annað vaxtastig í landinu. Fréttastofa hefur áður fjallað um að vextir af íbúðalánum eru miklu hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Velta má fyrir sér hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækkunar nú þegar verðbólgan hefur verið undir markmiði jafn lengi og raun ber vitni. „Það getur verið að við séum með hærra vaxtastig en við þurfum en það getur líka verið að það sé of lágt,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann segir að það sem hafi haldið verðbólgunni í skefjum hingað til séu erlendir þættir eins og lág alþjóðleg verðbólga og lágt verð á hrávörum eins og olíu, sem vegi þungt. „Þegar þessi áhrif fjara út sitjum við uppi með innlenda þætti sem toga á móti. Hér er komin framleiðsluspenna því umsvif hafa vaxið of hratt. Við höfum, vegna fyrri vandamála, verið að glíma við að verðbólguvæntingar hafa ekki haft trausta kjölfestu í markmiðinu okkar og laun hafa verið að hækka of mikið. Hættan sem við stöndum frammi fyrir er að þegar erlendu áhrifin fjara út munum við glíma við verðbólgu sem mun rísa hratt. Við erum einfaldlega að reyna að tryggja að það gerist ekki,“ segir Þórarinn. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Verðbólga mældist 1,6 prósent í apríl. Hún hefur nú verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í rúmlega tvö ár samfleytt en samt hefur Seðlabankinn ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,75 prósentum. Var ákvörðun þess efnis kynnt í Seðlabankanum í dag. Verðbólgan fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014. Og hefur haldist þar síðan. Hún fór lægst á þessu tímabili í 0,8 prósent á tímabilinu desember 2014 til febrúar 2015. Verðbólgan hækkaði þegar líða tók á síðasta ár og var 2,2 prósent í ágúst en fór aldrei yfir markmið. Í apríl síðastliðnum mældist hún 1,6 prósent. Þetta er lengsta verðstöðugleikatímabil sem Íslendingar hafa gengið í gegnum síðan verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og þar með lengsta stöðugleikaskeið þessarar aldar. Stýrivextir mynda gólf fyrir annað vaxtastig í landinu. Fréttastofa hefur áður fjallað um að vextir af íbúðalánum eru miklu hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Velta má fyrir sér hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækkunar nú þegar verðbólgan hefur verið undir markmiði jafn lengi og raun ber vitni. „Það getur verið að við séum með hærra vaxtastig en við þurfum en það getur líka verið að það sé of lágt,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann segir að það sem hafi haldið verðbólgunni í skefjum hingað til séu erlendir þættir eins og lág alþjóðleg verðbólga og lágt verð á hrávörum eins og olíu, sem vegi þungt. „Þegar þessi áhrif fjara út sitjum við uppi með innlenda þætti sem toga á móti. Hér er komin framleiðsluspenna því umsvif hafa vaxið of hratt. Við höfum, vegna fyrri vandamála, verið að glíma við að verðbólguvæntingar hafa ekki haft trausta kjölfestu í markmiðinu okkar og laun hafa verið að hækka of mikið. Hættan sem við stöndum frammi fyrir er að þegar erlendu áhrifin fjara út munum við glíma við verðbólgu sem mun rísa hratt. Við erum einfaldlega að reyna að tryggja að það gerist ekki,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent