Vextir óbreyttir þrátt fyrir lengsta stöðugleikaskeið aldarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2016 18:45 Verðbólga mældist 1,6 prósent í apríl. Hún hefur nú verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í rúmlega tvö ár samfleytt en samt hefur Seðlabankinn ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,75 prósentum. Var ákvörðun þess efnis kynnt í Seðlabankanum í dag. Verðbólgan fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014. Og hefur haldist þar síðan. Hún fór lægst á þessu tímabili í 0,8 prósent á tímabilinu desember 2014 til febrúar 2015. Verðbólgan hækkaði þegar líða tók á síðasta ár og var 2,2 prósent í ágúst en fór aldrei yfir markmið. Í apríl síðastliðnum mældist hún 1,6 prósent. Þetta er lengsta verðstöðugleikatímabil sem Íslendingar hafa gengið í gegnum síðan verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og þar með lengsta stöðugleikaskeið þessarar aldar. Stýrivextir mynda gólf fyrir annað vaxtastig í landinu. Fréttastofa hefur áður fjallað um að vextir af íbúðalánum eru miklu hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Velta má fyrir sér hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækkunar nú þegar verðbólgan hefur verið undir markmiði jafn lengi og raun ber vitni. „Það getur verið að við séum með hærra vaxtastig en við þurfum en það getur líka verið að það sé of lágt,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann segir að það sem hafi haldið verðbólgunni í skefjum hingað til séu erlendir þættir eins og lág alþjóðleg verðbólga og lágt verð á hrávörum eins og olíu, sem vegi þungt. „Þegar þessi áhrif fjara út sitjum við uppi með innlenda þætti sem toga á móti. Hér er komin framleiðsluspenna því umsvif hafa vaxið of hratt. Við höfum, vegna fyrri vandamála, verið að glíma við að verðbólguvæntingar hafa ekki haft trausta kjölfestu í markmiðinu okkar og laun hafa verið að hækka of mikið. Hættan sem við stöndum frammi fyrir er að þegar erlendu áhrifin fjara út munum við glíma við verðbólgu sem mun rísa hratt. Við erum einfaldlega að reyna að tryggja að það gerist ekki,“ segir Þórarinn. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Verðbólga mældist 1,6 prósent í apríl. Hún hefur nú verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í rúmlega tvö ár samfleytt en samt hefur Seðlabankinn ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,75 prósentum. Var ákvörðun þess efnis kynnt í Seðlabankanum í dag. Verðbólgan fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014. Og hefur haldist þar síðan. Hún fór lægst á þessu tímabili í 0,8 prósent á tímabilinu desember 2014 til febrúar 2015. Verðbólgan hækkaði þegar líða tók á síðasta ár og var 2,2 prósent í ágúst en fór aldrei yfir markmið. Í apríl síðastliðnum mældist hún 1,6 prósent. Þetta er lengsta verðstöðugleikatímabil sem Íslendingar hafa gengið í gegnum síðan verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og þar með lengsta stöðugleikaskeið þessarar aldar. Stýrivextir mynda gólf fyrir annað vaxtastig í landinu. Fréttastofa hefur áður fjallað um að vextir af íbúðalánum eru miklu hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Velta má fyrir sér hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækkunar nú þegar verðbólgan hefur verið undir markmiði jafn lengi og raun ber vitni. „Það getur verið að við séum með hærra vaxtastig en við þurfum en það getur líka verið að það sé of lágt,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann segir að það sem hafi haldið verðbólgunni í skefjum hingað til séu erlendir þættir eins og lág alþjóðleg verðbólga og lágt verð á hrávörum eins og olíu, sem vegi þungt. „Þegar þessi áhrif fjara út sitjum við uppi með innlenda þætti sem toga á móti. Hér er komin framleiðsluspenna því umsvif hafa vaxið of hratt. Við höfum, vegna fyrri vandamála, verið að glíma við að verðbólguvæntingar hafa ekki haft trausta kjölfestu í markmiðinu okkar og laun hafa verið að hækka of mikið. Hættan sem við stöndum frammi fyrir er að þegar erlendu áhrifin fjara út munum við glíma við verðbólgu sem mun rísa hratt. Við erum einfaldlega að reyna að tryggja að það gerist ekki,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira