Bambaataa hafnar alfarið öllum ásökunum um barnaníð: „Ég hef aldrei snert þennan mann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2016 12:30 Afrika Bambaataa tjáir sig um málið í sjónvarpsviðtali. vísir/getty Í síðasta mánuði komu fram alvarlegar ásakanir um að hip-hop tónlistarmaðurinn Afrika Bambaataa hafi brotið kynferðislega á ungum drengjum í áraraðir. Í framhaldinu af því var sú ákvörðun tekin að listamaðurinn kæmi til að mynda ekki fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og fyrir hugað var. Sjá einnig: Tekinn af dagskrá Secret Solstice vegna alvarlegra ásakanaSjálfur hafnar Bambaataa þessum ásökunum. „Ég hef aldrei misnotað neinn og það er algjör bilun að halda því fram,“ segir hann í viðtali við FOX 5 í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki af hverju svona ásakanir koma fram, hver er ástæðan fyrir því? Ég næ ekki að átta mig á því.“ Fjölmargir hafa stigið fram vestanhafs og borið tónlistarmanninn þungum sökum eftir að Ronald nokkur Savage lýsti kynferðisofbeldi af hálfu Bambaataa þegar hann sjálfur var táningur. „Þetta snerist bara um að skemmta sér, hanga og hlusta á tónlist,“ sagði Savage um æskuárin í Bronx hverfinu í New York. Savage var sjálfur nokkuð stórt nafn í Zulu Nation sem tóku þátt í að koma hip-hop á kortið. „Ég var stórt nafn á götunum, var yngsti meðlimur Zulu Nation. Allir létu mig í friði af því enginn lagði í Zulu Nation,“ sagði Savage við New York Daily News. Einn daginn, þegar hann var fimmtán ára, breyttist allt.„Ég var í stofunni, annar maður var þar og verið að spila tónlist,“ sagði Savage. Bambaataa hafi sagt honum að fara inn í herbergið sitt því kveikt væri á sjónvarpinu. Nokkrum mínútum síðar hafi kynferðisbrot átt sér stað, í fyrsta skipti af nokkrum. „Hann veit vel að þetta er ekki satt og hann þarf að hætta að tala um svona vitleysu,“ segir Bambaataa um ásakanir Savage. „Ég hef aldrei snert þennan mann. Það er verið að saka mig um eitthvað sem ég gerði einfaldlega ekki. Við lifum í samfélagi þar sem slík viðgengst og margir sitja í fangelsi fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bambaataa. Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Í síðasta mánuði komu fram alvarlegar ásakanir um að hip-hop tónlistarmaðurinn Afrika Bambaataa hafi brotið kynferðislega á ungum drengjum í áraraðir. Í framhaldinu af því var sú ákvörðun tekin að listamaðurinn kæmi til að mynda ekki fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og fyrir hugað var. Sjá einnig: Tekinn af dagskrá Secret Solstice vegna alvarlegra ásakanaSjálfur hafnar Bambaataa þessum ásökunum. „Ég hef aldrei misnotað neinn og það er algjör bilun að halda því fram,“ segir hann í viðtali við FOX 5 í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki af hverju svona ásakanir koma fram, hver er ástæðan fyrir því? Ég næ ekki að átta mig á því.“ Fjölmargir hafa stigið fram vestanhafs og borið tónlistarmanninn þungum sökum eftir að Ronald nokkur Savage lýsti kynferðisofbeldi af hálfu Bambaataa þegar hann sjálfur var táningur. „Þetta snerist bara um að skemmta sér, hanga og hlusta á tónlist,“ sagði Savage um æskuárin í Bronx hverfinu í New York. Savage var sjálfur nokkuð stórt nafn í Zulu Nation sem tóku þátt í að koma hip-hop á kortið. „Ég var stórt nafn á götunum, var yngsti meðlimur Zulu Nation. Allir létu mig í friði af því enginn lagði í Zulu Nation,“ sagði Savage við New York Daily News. Einn daginn, þegar hann var fimmtán ára, breyttist allt.„Ég var í stofunni, annar maður var þar og verið að spila tónlist,“ sagði Savage. Bambaataa hafi sagt honum að fara inn í herbergið sitt því kveikt væri á sjónvarpinu. Nokkrum mínútum síðar hafi kynferðisbrot átt sér stað, í fyrsta skipti af nokkrum. „Hann veit vel að þetta er ekki satt og hann þarf að hætta að tala um svona vitleysu,“ segir Bambaataa um ásakanir Savage. „Ég hef aldrei snert þennan mann. Það er verið að saka mig um eitthvað sem ég gerði einfaldlega ekki. Við lifum í samfélagi þar sem slík viðgengst og margir sitja í fangelsi fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bambaataa.
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira