Aukning í sölu bíla í apríl 74,2% Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 10:31 Mikil aukning varð í sölu bíla í nýliðnum aprílmánuði, eða sem nemur 74,2 prósentum. Í mánuðinum seldust 2.273 nýir bílar, en þeir voru 1.305 í sama mánuði í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.apríl í ár hefur aukist um 63,6% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 5.878 á móti 3.594 miðað við sama tímabil 2015, eða aukning um 2.284 bíla. Góður gangur er í endurnýjun bílaflotans og er mikilvægt að sú þróun haldi áfram þar sem meðalaldur bíla er enn hár hér á landi. Nýir bílar eyða og menga umtalsvert minna en þeir sem eldri eru en meðaleyðsla og útblástur bíla hefur dregist saman um 40% frá árinu 2005 til dagsins í dag og þeirri þróun er hvergi lokið, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent
Mikil aukning varð í sölu bíla í nýliðnum aprílmánuði, eða sem nemur 74,2 prósentum. Í mánuðinum seldust 2.273 nýir bílar, en þeir voru 1.305 í sama mánuði í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.apríl í ár hefur aukist um 63,6% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 5.878 á móti 3.594 miðað við sama tímabil 2015, eða aukning um 2.284 bíla. Góður gangur er í endurnýjun bílaflotans og er mikilvægt að sú þróun haldi áfram þar sem meðalaldur bíla er enn hár hér á landi. Nýir bílar eyða og menga umtalsvert minna en þeir sem eldri eru en meðaleyðsla og útblástur bíla hefur dregist saman um 40% frá árinu 2005 til dagsins í dag og þeirri þróun er hvergi lokið, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent