Rikka með nýja sýn á lífið eftir hjólreiðaslys á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2016 13:29 "Ég vil samt segja við ykkur öll að hjálmurinn bjargaði mér, ef ég hefði ekki verið með hann þá væri ég ekki hér.“ Vísir/Daníel Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, telur að hjálmurinn hafi bjargað því að ekki fór verr þegar hún lenti í reiðhjólaslysi á Spáni fyrir rúmum mánuði. Hún segist hafa lært að vera æðrulaus á þeim mánuði sem liðinn er frá slysinu og fundið meiri styrk en áður. Rikka greinir frá slysinu á bloggsíðu sinni en hún skellti sér í hópferð til Suður-Spánar ásamt vinkonu sinni Kolbrúnu Björnsdóttur og fleirum. Þar átti að hjóla daglega í sól og blíðu í góðum félagsskap Fyrsta daginn hjóluðu þau 40 kílómetra og ákváðu að daginn eftir yrði 100 kílómetra múrinn rofinn. „Þetta var metnaðarfullt markmið, sérstaklega þar sem sumir í hópnum höfðu varla hjólað lengra en út innkeyrsluna heima hjá sér.“ Dagurinn gekk vel framan af og voru þau búin að hjóla um 70 kílómetra í fallegu veðri þegar slysið varð. „Þegar ég var svo að renna mér niður þessa yndislegu brekku fann ég allt í einu högg, heyrði loftið renna úr framdekkinu og svo man ég ekki meir. Ég rankaði við mér á götunni, hálftilfinningalaus. Ég sá allt svart en rankaði svo við mér og datt úr til skiptis,“ lýsir Rikka.Hjálmurinn til bjargar „Ég heyrði Kollu mína kalla á mig með kökkinn í hálsinum. Ég fann ekki fyrir neinu. Ég vil nú ekki dramatisera neitt því á þessari stundu var augljóst að ég var ekki brotin. Ég var nú samt flutt í sjúkrabíl á næstu heilsugæslustöð þar sem gert var að helstu sárum. Síðan var ég send heim á hótel.“ Rikka segir að henni hafi liðið nokkuð vel þegar hún kom upp á hótel þótt vönkuð væri. Svo hafi lærin farið að bólgna upp en hún bitið á jaxlinn, klætt sig upp og farið í kvöldmat með ferðafélögunum. „Fljótlega fór mér svo að svima og verða flökurt sem endaði á því að ég kastaði upp á mig alla og fína Diane Von Furstenberg kjólinn minn. Mikið óskaplega var þetta allt saman glæsilegt. Ég var send aftur upp á spítala þar sem ég hafði augljóslega fengið heilahrissting. Þar var ég næturlangt og er í rauninni búin að vera að jafna mig síðan. Ég þurfti að láta tappa blóð af Hematomu á lærinu á mér og var svolítin tíma að jafna mig eftir heilahrisstinginn,“ segir Rikka. Hún leggur áherslu á að hún sé heil og vogi sér ekki að kvarta. „Ég vil samt segja við ykkur öll að hjálmurinn bjargaði mér, ef ég hefði ekki verið með hann þá væri ég ekki hér. Þó að ég hafi misst af ýmsu þennan mánuð þá er heilsan númer eitt.“ Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, telur að hjálmurinn hafi bjargað því að ekki fór verr þegar hún lenti í reiðhjólaslysi á Spáni fyrir rúmum mánuði. Hún segist hafa lært að vera æðrulaus á þeim mánuði sem liðinn er frá slysinu og fundið meiri styrk en áður. Rikka greinir frá slysinu á bloggsíðu sinni en hún skellti sér í hópferð til Suður-Spánar ásamt vinkonu sinni Kolbrúnu Björnsdóttur og fleirum. Þar átti að hjóla daglega í sól og blíðu í góðum félagsskap Fyrsta daginn hjóluðu þau 40 kílómetra og ákváðu að daginn eftir yrði 100 kílómetra múrinn rofinn. „Þetta var metnaðarfullt markmið, sérstaklega þar sem sumir í hópnum höfðu varla hjólað lengra en út innkeyrsluna heima hjá sér.“ Dagurinn gekk vel framan af og voru þau búin að hjóla um 70 kílómetra í fallegu veðri þegar slysið varð. „Þegar ég var svo að renna mér niður þessa yndislegu brekku fann ég allt í einu högg, heyrði loftið renna úr framdekkinu og svo man ég ekki meir. Ég rankaði við mér á götunni, hálftilfinningalaus. Ég sá allt svart en rankaði svo við mér og datt úr til skiptis,“ lýsir Rikka.Hjálmurinn til bjargar „Ég heyrði Kollu mína kalla á mig með kökkinn í hálsinum. Ég fann ekki fyrir neinu. Ég vil nú ekki dramatisera neitt því á þessari stundu var augljóst að ég var ekki brotin. Ég var nú samt flutt í sjúkrabíl á næstu heilsugæslustöð þar sem gert var að helstu sárum. Síðan var ég send heim á hótel.“ Rikka segir að henni hafi liðið nokkuð vel þegar hún kom upp á hótel þótt vönkuð væri. Svo hafi lærin farið að bólgna upp en hún bitið á jaxlinn, klætt sig upp og farið í kvöldmat með ferðafélögunum. „Fljótlega fór mér svo að svima og verða flökurt sem endaði á því að ég kastaði upp á mig alla og fína Diane Von Furstenberg kjólinn minn. Mikið óskaplega var þetta allt saman glæsilegt. Ég var send aftur upp á spítala þar sem ég hafði augljóslega fengið heilahrissting. Þar var ég næturlangt og er í rauninni búin að vera að jafna mig síðan. Ég þurfti að láta tappa blóð af Hematomu á lærinu á mér og var svolítin tíma að jafna mig eftir heilahrisstinginn,“ segir Rikka. Hún leggur áherslu á að hún sé heil og vogi sér ekki að kvarta. „Ég vil samt segja við ykkur öll að hjálmurinn bjargaði mér, ef ég hefði ekki verið með hann þá væri ég ekki hér. Þó að ég hafi misst af ýmsu þennan mánuð þá er heilsan númer eitt.“
Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira