Safnarar sem framleiða dót fyrir safnara 4. maí 2016 10:00 Þau Bobby Breiðholt, Lóa Hjálmtýsdóttir og Rán Flygenring hafa öll mikinn áhuga á bæði smáhlutum og ís. Vísir/Vilhelm „Við erum öll forfallnir áráttusafnarar alls konar smádóts. Þegar maður var lítill var maður í því að safna alls konar; strokleðrum og svona og ég held að við höfum bara aldrei vaxið upp úr því. Við erum öll með hillur heima hjá okkur undir smádót, við erum alveg tryllt í þetta. Við erum öll safnarar, elskum litríkt smádót og erum öll teiknarar, þannig að það lá bara fyrir að við myndum gera þetta saman. Við ákváðum að stofna í kringum þetta félag sem við köllum Smádót. Planið er að gera meira en bara nælur – við elskum litla leikfangakalla og svona smádót í þeim dúr. Allt sem er lítið viljum við gera,“ segir Bobby Breiðholt, einn af aðstandendum Smádóts, samvinnufélags þriggja teiknara með söfnunaráráttu sem eru núna komnir út í hönnun og framleiðslu á dóti fyrir aðra að safna. Fyrsta varan sem þau ætla að selja í kvöld verður litlar litríkar barmnælur. Nælurnar skarta fallegum ísum og í hverri nælu er skemmtileg vísun. Þarna er t.d. mjög bókstaflegur bragðarefur eftir Lóu Hjálmtýsdóttur, trúðaís eftir Rán Flygenring og yin og yang eftir Bobby Breiðholt sem bendir manni á að það verði ávallt að passa sig á að neyta íss og pitsu til jafns.Smá brot úr nælusafninu hans Bobby.„Það er komin svolítil sena í kringum svona nælur – t.d. á Instagram er hægt að fara á #PinGame og þar er hægt að sjá mikið af svona hipsteranælum. Þetta eru alls konar vísanir í poppkúltúr. Það eru komnar alls konar framleiðsluleiðir í þetta, þannig að við létum framleiða lítið „batch“ fyrir okkur. Við fórum í hugmyndavinnu og allar bestu hugmyndirnar snerust einhvern veginn um mat og ís og eitthvað þannig. Við ákváðum að hafa ísþema og köllum þetta Íspinna. Við seljum nælurnar saman í setti, allar þrjár nælurnar saman. Það verða bara til 50 sett og þetta verður allt númerað,“ segir Bobby spurður um hvers vegna þetta þema hafi orðið fyrir valinu. Eins og áður sagði hefst útgáfuhófið klukkan 18.00 í Gallery Gallera, Laugavegi 33. Í boði verður ís frá Valdísi og allir eru velkomnir. Söfnurum er ráðlagt að mæta snemma því að þarna verður takmarkað upplag í boði. Nælurnar verða einungis seldar í setti þrjár saman og kostar settið 5.000 krónur. Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Fleiri fréttir Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Sjá meira
„Við erum öll forfallnir áráttusafnarar alls konar smádóts. Þegar maður var lítill var maður í því að safna alls konar; strokleðrum og svona og ég held að við höfum bara aldrei vaxið upp úr því. Við erum öll með hillur heima hjá okkur undir smádót, við erum alveg tryllt í þetta. Við erum öll safnarar, elskum litríkt smádót og erum öll teiknarar, þannig að það lá bara fyrir að við myndum gera þetta saman. Við ákváðum að stofna í kringum þetta félag sem við köllum Smádót. Planið er að gera meira en bara nælur – við elskum litla leikfangakalla og svona smádót í þeim dúr. Allt sem er lítið viljum við gera,“ segir Bobby Breiðholt, einn af aðstandendum Smádóts, samvinnufélags þriggja teiknara með söfnunaráráttu sem eru núna komnir út í hönnun og framleiðslu á dóti fyrir aðra að safna. Fyrsta varan sem þau ætla að selja í kvöld verður litlar litríkar barmnælur. Nælurnar skarta fallegum ísum og í hverri nælu er skemmtileg vísun. Þarna er t.d. mjög bókstaflegur bragðarefur eftir Lóu Hjálmtýsdóttur, trúðaís eftir Rán Flygenring og yin og yang eftir Bobby Breiðholt sem bendir manni á að það verði ávallt að passa sig á að neyta íss og pitsu til jafns.Smá brot úr nælusafninu hans Bobby.„Það er komin svolítil sena í kringum svona nælur – t.d. á Instagram er hægt að fara á #PinGame og þar er hægt að sjá mikið af svona hipsteranælum. Þetta eru alls konar vísanir í poppkúltúr. Það eru komnar alls konar framleiðsluleiðir í þetta, þannig að við létum framleiða lítið „batch“ fyrir okkur. Við fórum í hugmyndavinnu og allar bestu hugmyndirnar snerust einhvern veginn um mat og ís og eitthvað þannig. Við ákváðum að hafa ísþema og köllum þetta Íspinna. Við seljum nælurnar saman í setti, allar þrjár nælurnar saman. Það verða bara til 50 sett og þetta verður allt númerað,“ segir Bobby spurður um hvers vegna þetta þema hafi orðið fyrir valinu. Eins og áður sagði hefst útgáfuhófið klukkan 18.00 í Gallery Gallera, Laugavegi 33. Í boði verður ís frá Valdísi og allir eru velkomnir. Söfnurum er ráðlagt að mæta snemma því að þarna verður takmarkað upplag í boði. Nælurnar verða einungis seldar í setti þrjár saman og kostar settið 5.000 krónur.
Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Fleiri fréttir Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Sjá meira