Safnarar sem framleiða dót fyrir safnara 4. maí 2016 10:00 Þau Bobby Breiðholt, Lóa Hjálmtýsdóttir og Rán Flygenring hafa öll mikinn áhuga á bæði smáhlutum og ís. Vísir/Vilhelm „Við erum öll forfallnir áráttusafnarar alls konar smádóts. Þegar maður var lítill var maður í því að safna alls konar; strokleðrum og svona og ég held að við höfum bara aldrei vaxið upp úr því. Við erum öll með hillur heima hjá okkur undir smádót, við erum alveg tryllt í þetta. Við erum öll safnarar, elskum litríkt smádót og erum öll teiknarar, þannig að það lá bara fyrir að við myndum gera þetta saman. Við ákváðum að stofna í kringum þetta félag sem við köllum Smádót. Planið er að gera meira en bara nælur – við elskum litla leikfangakalla og svona smádót í þeim dúr. Allt sem er lítið viljum við gera,“ segir Bobby Breiðholt, einn af aðstandendum Smádóts, samvinnufélags þriggja teiknara með söfnunaráráttu sem eru núna komnir út í hönnun og framleiðslu á dóti fyrir aðra að safna. Fyrsta varan sem þau ætla að selja í kvöld verður litlar litríkar barmnælur. Nælurnar skarta fallegum ísum og í hverri nælu er skemmtileg vísun. Þarna er t.d. mjög bókstaflegur bragðarefur eftir Lóu Hjálmtýsdóttur, trúðaís eftir Rán Flygenring og yin og yang eftir Bobby Breiðholt sem bendir manni á að það verði ávallt að passa sig á að neyta íss og pitsu til jafns.Smá brot úr nælusafninu hans Bobby.„Það er komin svolítil sena í kringum svona nælur – t.d. á Instagram er hægt að fara á #PinGame og þar er hægt að sjá mikið af svona hipsteranælum. Þetta eru alls konar vísanir í poppkúltúr. Það eru komnar alls konar framleiðsluleiðir í þetta, þannig að við létum framleiða lítið „batch“ fyrir okkur. Við fórum í hugmyndavinnu og allar bestu hugmyndirnar snerust einhvern veginn um mat og ís og eitthvað þannig. Við ákváðum að hafa ísþema og köllum þetta Íspinna. Við seljum nælurnar saman í setti, allar þrjár nælurnar saman. Það verða bara til 50 sett og þetta verður allt númerað,“ segir Bobby spurður um hvers vegna þetta þema hafi orðið fyrir valinu. Eins og áður sagði hefst útgáfuhófið klukkan 18.00 í Gallery Gallera, Laugavegi 33. Í boði verður ís frá Valdísi og allir eru velkomnir. Söfnurum er ráðlagt að mæta snemma því að þarna verður takmarkað upplag í boði. Nælurnar verða einungis seldar í setti þrjár saman og kostar settið 5.000 krónur. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Við erum öll forfallnir áráttusafnarar alls konar smádóts. Þegar maður var lítill var maður í því að safna alls konar; strokleðrum og svona og ég held að við höfum bara aldrei vaxið upp úr því. Við erum öll með hillur heima hjá okkur undir smádót, við erum alveg tryllt í þetta. Við erum öll safnarar, elskum litríkt smádót og erum öll teiknarar, þannig að það lá bara fyrir að við myndum gera þetta saman. Við ákváðum að stofna í kringum þetta félag sem við köllum Smádót. Planið er að gera meira en bara nælur – við elskum litla leikfangakalla og svona smádót í þeim dúr. Allt sem er lítið viljum við gera,“ segir Bobby Breiðholt, einn af aðstandendum Smádóts, samvinnufélags þriggja teiknara með söfnunaráráttu sem eru núna komnir út í hönnun og framleiðslu á dóti fyrir aðra að safna. Fyrsta varan sem þau ætla að selja í kvöld verður litlar litríkar barmnælur. Nælurnar skarta fallegum ísum og í hverri nælu er skemmtileg vísun. Þarna er t.d. mjög bókstaflegur bragðarefur eftir Lóu Hjálmtýsdóttur, trúðaís eftir Rán Flygenring og yin og yang eftir Bobby Breiðholt sem bendir manni á að það verði ávallt að passa sig á að neyta íss og pitsu til jafns.Smá brot úr nælusafninu hans Bobby.„Það er komin svolítil sena í kringum svona nælur – t.d. á Instagram er hægt að fara á #PinGame og þar er hægt að sjá mikið af svona hipsteranælum. Þetta eru alls konar vísanir í poppkúltúr. Það eru komnar alls konar framleiðsluleiðir í þetta, þannig að við létum framleiða lítið „batch“ fyrir okkur. Við fórum í hugmyndavinnu og allar bestu hugmyndirnar snerust einhvern veginn um mat og ís og eitthvað þannig. Við ákváðum að hafa ísþema og köllum þetta Íspinna. Við seljum nælurnar saman í setti, allar þrjár nælurnar saman. Það verða bara til 50 sett og þetta verður allt númerað,“ segir Bobby spurður um hvers vegna þetta þema hafi orðið fyrir valinu. Eins og áður sagði hefst útgáfuhófið klukkan 18.00 í Gallery Gallera, Laugavegi 33. Í boði verður ís frá Valdísi og allir eru velkomnir. Söfnurum er ráðlagt að mæta snemma því að þarna verður takmarkað upplag í boði. Nælurnar verða einungis seldar í setti þrjár saman og kostar settið 5.000 krónur.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira