Leigubílstjórar í Budapest mótmæla Uber með lokun brúar Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 11:00 Ein brúnna yfir Dóná í Budapest lokuð af leigubílstjórum sem mótmæla Uber og svokölluðum "hýenu"-leigubílstjórum. Leigubílstjórar í ungversku höfuðborginni Budapest eru ekki beint hrifnir af tilkomu Uber leigubílaþjónustunnar í borginni og efndu til mótmæla gegn starfsemi þeirra með því að loka einni aðalbrúnni yfir Dóná sem liggur gegnum borgina fögru. Mótmæli þeirra snúast eiginlega ekki að þeim ódýru og samkeppnishæfu fargjöldum sem bjóðast með Uber bílunum, heldu öllu fremur þeim ströngu reglum sem venjulegum leigubílstórum eru settar af yfirvöldum í borginni. Leigubílar þeirra mega t.d. ekki verða eldri en 10 ára, verða að vera í hárréttum gulum lit og það sem verst er að þeir geta aðeins rukkað farþega um fyrirfram ákveðið gjald sem er um 120 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Þessum reglum þurfa Uber bílstjórar ekki að hlýta og það skekkir verulega samkeppnishæfni venjulegra leigubílstjóra. Leigubílstjórar í Budapest eru einnig orðnir þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs og rukka ferðamenn óhóflega, en þeir telja að yfirvöld reyni ekkert að stöðva starfsemi þeirra. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent
Leigubílstjórar í ungversku höfuðborginni Budapest eru ekki beint hrifnir af tilkomu Uber leigubílaþjónustunnar í borginni og efndu til mótmæla gegn starfsemi þeirra með því að loka einni aðalbrúnni yfir Dóná sem liggur gegnum borgina fögru. Mótmæli þeirra snúast eiginlega ekki að þeim ódýru og samkeppnishæfu fargjöldum sem bjóðast með Uber bílunum, heldu öllu fremur þeim ströngu reglum sem venjulegum leigubílstórum eru settar af yfirvöldum í borginni. Leigubílar þeirra mega t.d. ekki verða eldri en 10 ára, verða að vera í hárréttum gulum lit og það sem verst er að þeir geta aðeins rukkað farþega um fyrirfram ákveðið gjald sem er um 120 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Þessum reglum þurfa Uber bílstjórar ekki að hlýta og það skekkir verulega samkeppnishæfni venjulegra leigubílstjóra. Leigubílstjórar í Budapest eru einnig orðnir þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs og rukka ferðamenn óhóflega, en þeir telja að yfirvöld reyni ekkert að stöðva starfsemi þeirra.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent