Stjórnarskrá fyrir framtíðina Andri Snær Magnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar