Íslenskur karlmaður eignast barn eftir óvænta en kærkomna óléttu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2016 09:45 Henrý segir allt of marga rugla saman kyni fólks og kynhneigð. Um tvö aðskilin mál sé að ræða. "Þarna er um að ræða tvo skala sem eiga í raun ekkert sameiginlegt. Ég er transmaður og er í sambúð með karlmanni,“ segir Henrý. Vísir/Auðunn Níelsson Eyfirðingurinn Henrý Steinn eignaðist dóttur á dögunum. Aðdragandi þess að Henrý varð faðir var aðeins öðruvísi en hjá flestum feðrum því hann gekk bæði með barnið og fæddi það hinn 13. apríl. Hann segist í viðtali við GayIceland.is vera í skýjunum en óléttan var óvæntur glaðningur. „Ég er úr stórri fjölskyldu þar sem eru mörg börn, þetta er tíunda barnabarn mömmu og mig hefur langað að eignast börn frá því ég man eftir mér,“ segir Henrý Steinn í viðtalinu. Henrý Steinn í nóvember síðastliðnum.Vísir/Auðunn Níelsson Henrý kom út úr skápnum sem transmaður fyrir um tveimur árum. Í viðtali við Fréttablaðið í nóvember sagðist hann hafa losnað úr hlekkjum síðan hann opnaði sig um eigin tilveru. Hann segist ungur hafa áttað sig á að eitthvað væri bogið við líf sitt en ekki áttað sig á hvað það væri nákvæmlega sem ekki passaði. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri til. Síðan fór umræðan í samfélaginu að opnast um þessi mál. Ég fór að sjá umræðu í fjölmiðlum og á internetinu. Það var á þeim tíma sem ég fann að eitthvað í mér var ekki eins og það átti að vera. Svo fór ég á Google. Það var út frá því sem ég áttaði mig á því að eitthvað þyrfti ég að gera,“ segir Henrý. Henrý eignaðist barnið með kærasta sínum Dodda. Fæðingin tók 26 klukkustundir og þurfti að framkvæma keisaraskurð. Henrý var tiltölulega nýbyrjaður í kynleiðréttingarferlinu þegar í ljós kom að hann var óléttur. „Það var nokkuð sjokk þegar mig fór að gruna þetta en fljótlega fór ég að átta mig á því hve gott tækifæri þetta væri fyrir mig að eignast barn,“ segir Eyfirðingurinn nítján ára við GayIceland. Hann kom sér í samband við transmann á Facebook en sá hefur gengið með og fætt barn. Þar var því góð ráð að finna. Henrý og Doddi ætla að nefna dóttur sína á Hvítasunnudag. Tengdar fréttir „Ég er óléttur“ Henrý Steinn er átján ára og ber barn undir belti. Hlé hefur verið gert á kynleiðréttingarferli hans á meðan á meðgöngu stendur. Hann hefur sjaldan verið eins hamingjusamur. Hann segir hugmyndir samfélagsins um kyn oft á villigötum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Eyfirðingurinn Henrý Steinn eignaðist dóttur á dögunum. Aðdragandi þess að Henrý varð faðir var aðeins öðruvísi en hjá flestum feðrum því hann gekk bæði með barnið og fæddi það hinn 13. apríl. Hann segist í viðtali við GayIceland.is vera í skýjunum en óléttan var óvæntur glaðningur. „Ég er úr stórri fjölskyldu þar sem eru mörg börn, þetta er tíunda barnabarn mömmu og mig hefur langað að eignast börn frá því ég man eftir mér,“ segir Henrý Steinn í viðtalinu. Henrý Steinn í nóvember síðastliðnum.Vísir/Auðunn Níelsson Henrý kom út úr skápnum sem transmaður fyrir um tveimur árum. Í viðtali við Fréttablaðið í nóvember sagðist hann hafa losnað úr hlekkjum síðan hann opnaði sig um eigin tilveru. Hann segist ungur hafa áttað sig á að eitthvað væri bogið við líf sitt en ekki áttað sig á hvað það væri nákvæmlega sem ekki passaði. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri til. Síðan fór umræðan í samfélaginu að opnast um þessi mál. Ég fór að sjá umræðu í fjölmiðlum og á internetinu. Það var á þeim tíma sem ég fann að eitthvað í mér var ekki eins og það átti að vera. Svo fór ég á Google. Það var út frá því sem ég áttaði mig á því að eitthvað þyrfti ég að gera,“ segir Henrý. Henrý eignaðist barnið með kærasta sínum Dodda. Fæðingin tók 26 klukkustundir og þurfti að framkvæma keisaraskurð. Henrý var tiltölulega nýbyrjaður í kynleiðréttingarferlinu þegar í ljós kom að hann var óléttur. „Það var nokkuð sjokk þegar mig fór að gruna þetta en fljótlega fór ég að átta mig á því hve gott tækifæri þetta væri fyrir mig að eignast barn,“ segir Eyfirðingurinn nítján ára við GayIceland. Hann kom sér í samband við transmann á Facebook en sá hefur gengið með og fætt barn. Þar var því góð ráð að finna. Henrý og Doddi ætla að nefna dóttur sína á Hvítasunnudag.
Tengdar fréttir „Ég er óléttur“ Henrý Steinn er átján ára og ber barn undir belti. Hlé hefur verið gert á kynleiðréttingarferli hans á meðan á meðgöngu stendur. Hann hefur sjaldan verið eins hamingjusamur. Hann segir hugmyndir samfélagsins um kyn oft á villigötum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Ég er óléttur“ Henrý Steinn er átján ára og ber barn undir belti. Hlé hefur verið gert á kynleiðréttingarferli hans á meðan á meðgöngu stendur. Hann hefur sjaldan verið eins hamingjusamur. Hann segir hugmyndir samfélagsins um kyn oft á villigötum. 14. nóvember 2015 07:00