Íslenskur karlmaður eignast barn eftir óvænta en kærkomna óléttu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2016 09:45 Henrý segir allt of marga rugla saman kyni fólks og kynhneigð. Um tvö aðskilin mál sé að ræða. "Þarna er um að ræða tvo skala sem eiga í raun ekkert sameiginlegt. Ég er transmaður og er í sambúð með karlmanni,“ segir Henrý. Vísir/Auðunn Níelsson Eyfirðingurinn Henrý Steinn eignaðist dóttur á dögunum. Aðdragandi þess að Henrý varð faðir var aðeins öðruvísi en hjá flestum feðrum því hann gekk bæði með barnið og fæddi það hinn 13. apríl. Hann segist í viðtali við GayIceland.is vera í skýjunum en óléttan var óvæntur glaðningur. „Ég er úr stórri fjölskyldu þar sem eru mörg börn, þetta er tíunda barnabarn mömmu og mig hefur langað að eignast börn frá því ég man eftir mér,“ segir Henrý Steinn í viðtalinu. Henrý Steinn í nóvember síðastliðnum.Vísir/Auðunn Níelsson Henrý kom út úr skápnum sem transmaður fyrir um tveimur árum. Í viðtali við Fréttablaðið í nóvember sagðist hann hafa losnað úr hlekkjum síðan hann opnaði sig um eigin tilveru. Hann segist ungur hafa áttað sig á að eitthvað væri bogið við líf sitt en ekki áttað sig á hvað það væri nákvæmlega sem ekki passaði. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri til. Síðan fór umræðan í samfélaginu að opnast um þessi mál. Ég fór að sjá umræðu í fjölmiðlum og á internetinu. Það var á þeim tíma sem ég fann að eitthvað í mér var ekki eins og það átti að vera. Svo fór ég á Google. Það var út frá því sem ég áttaði mig á því að eitthvað þyrfti ég að gera,“ segir Henrý. Henrý eignaðist barnið með kærasta sínum Dodda. Fæðingin tók 26 klukkustundir og þurfti að framkvæma keisaraskurð. Henrý var tiltölulega nýbyrjaður í kynleiðréttingarferlinu þegar í ljós kom að hann var óléttur. „Það var nokkuð sjokk þegar mig fór að gruna þetta en fljótlega fór ég að átta mig á því hve gott tækifæri þetta væri fyrir mig að eignast barn,“ segir Eyfirðingurinn nítján ára við GayIceland. Hann kom sér í samband við transmann á Facebook en sá hefur gengið með og fætt barn. Þar var því góð ráð að finna. Henrý og Doddi ætla að nefna dóttur sína á Hvítasunnudag. Tengdar fréttir „Ég er óléttur“ Henrý Steinn er átján ára og ber barn undir belti. Hlé hefur verið gert á kynleiðréttingarferli hans á meðan á meðgöngu stendur. Hann hefur sjaldan verið eins hamingjusamur. Hann segir hugmyndir samfélagsins um kyn oft á villigötum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Eyfirðingurinn Henrý Steinn eignaðist dóttur á dögunum. Aðdragandi þess að Henrý varð faðir var aðeins öðruvísi en hjá flestum feðrum því hann gekk bæði með barnið og fæddi það hinn 13. apríl. Hann segist í viðtali við GayIceland.is vera í skýjunum en óléttan var óvæntur glaðningur. „Ég er úr stórri fjölskyldu þar sem eru mörg börn, þetta er tíunda barnabarn mömmu og mig hefur langað að eignast börn frá því ég man eftir mér,“ segir Henrý Steinn í viðtalinu. Henrý Steinn í nóvember síðastliðnum.Vísir/Auðunn Níelsson Henrý kom út úr skápnum sem transmaður fyrir um tveimur árum. Í viðtali við Fréttablaðið í nóvember sagðist hann hafa losnað úr hlekkjum síðan hann opnaði sig um eigin tilveru. Hann segist ungur hafa áttað sig á að eitthvað væri bogið við líf sitt en ekki áttað sig á hvað það væri nákvæmlega sem ekki passaði. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri til. Síðan fór umræðan í samfélaginu að opnast um þessi mál. Ég fór að sjá umræðu í fjölmiðlum og á internetinu. Það var á þeim tíma sem ég fann að eitthvað í mér var ekki eins og það átti að vera. Svo fór ég á Google. Það var út frá því sem ég áttaði mig á því að eitthvað þyrfti ég að gera,“ segir Henrý. Henrý eignaðist barnið með kærasta sínum Dodda. Fæðingin tók 26 klukkustundir og þurfti að framkvæma keisaraskurð. Henrý var tiltölulega nýbyrjaður í kynleiðréttingarferlinu þegar í ljós kom að hann var óléttur. „Það var nokkuð sjokk þegar mig fór að gruna þetta en fljótlega fór ég að átta mig á því hve gott tækifæri þetta væri fyrir mig að eignast barn,“ segir Eyfirðingurinn nítján ára við GayIceland. Hann kom sér í samband við transmann á Facebook en sá hefur gengið með og fætt barn. Þar var því góð ráð að finna. Henrý og Doddi ætla að nefna dóttur sína á Hvítasunnudag.
Tengdar fréttir „Ég er óléttur“ Henrý Steinn er átján ára og ber barn undir belti. Hlé hefur verið gert á kynleiðréttingarferli hans á meðan á meðgöngu stendur. Hann hefur sjaldan verið eins hamingjusamur. Hann segir hugmyndir samfélagsins um kyn oft á villigötum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Ég er óléttur“ Henrý Steinn er átján ára og ber barn undir belti. Hlé hefur verið gert á kynleiðréttingarferli hans á meðan á meðgöngu stendur. Hann hefur sjaldan verið eins hamingjusamur. Hann segir hugmyndir samfélagsins um kyn oft á villigötum. 14. nóvember 2015 07:00