Lífið

Einstök íbúð í Bryggjuhverfinu þar sem hugsað er fyrir öllu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær eign.
Frábær eign. vísir
Fasteignasalan Eignamiðlun er með fallega eign á söluskrá í Naustabryggju í Reykjavík. Um er að ræða tæplega 190 fermetra raðhús þar sem hefur verið hugsað fyrir öllu. Kaupverðið er 64,9 milljónir króna en fasteignamatið er tæplega 43 milljónir.

Húsið sem er á þremur hæðum ásamt rishæð og skiptist það í forstofu, stigahol, sjónvarpsstofa snyrtingu, þvottaherbergi með sturtu, innbyggðan bílskúr, opið eldhús með suðurverönd, stofu, þrjú herbergi og baðherbergi.

Innanhúsarkitektúrinn í íbúðinni er virkilega smekklegur og hefur tekist gríðarlega vel að fanga fallega bryggjustemningu inni í eigninni.  

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir innan úr raðhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.