Samfélagslegar framfarir – Hvað virkar? Hákon Gunnarsson og Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun