Ísland og góðu verkin Auður Guðjónsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun