Lífið

Fjölmennt á forsýningu Ratchet og Clank

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Teiknimyndin Ratcht og Clank var forsýnd í Smárabíói í gær. Fjölmargir mættu á forsýninguna og þar á meðal voru margir af grínurum landsins. Ratchet og Clank fjallar um tvo ólíklega vini sem þurfa að snúa bökum saman til þess að koma Solana vetrarbrautinni til bjargar. Myndin er byggð á vinsælum tölvuleik frá 2002.

Að talsetningu myndarinnar komu þau Steini Jr., Ari Eldjárn, Salka Sól, Pétur Jóhann Sigfússon, Andri Freyr Viðarsson, Saga Garðars, Sverrir Bergmann, Dóri DNA, Auðunn Blöndal, Ólafur Darri, Logi Bergmann, Ólafur Þór Jóelsson og fleiri.

Hér að neðan má sjá myndir frá forsýningunni sem Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis tók í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×