Parkour vaxandi á Íslandi: Sýnir töff takta í nýju myndbandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. apríl 2016 18:46 Parkour-iðkendur víla ekki fyrir sér að snúa sér á allar hliðar. Vísir/Stefán „Þetta er rosalega vinsæl íþrótt,“ segir Stefán Þór Friðriksson sem hefur iðkað íþróttina parkour síðastliðinn áratug og kennir hana á Akureyri. Hann setti myndband inn á Facebook í gær sem hefur vakið athygli og er til að mynda komið með yfir þrjúþúsund áhorf. Í myndbandinu leika parkour-iðkendur listir sínar, hoppa af kössum á slár og öfugt, taka heljarstökk og fleira svo fer um áhorfandann. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Við erum að þjálfa krakka sem vilja stunda þessa íþrótt og erum með um hundrað krakka núna,“ útskýrir Stefán Þór en hann segir því miður að færri komist að en vilja, ekki sé nægur mannskapur né aðstaða til staðar til þess að sinna öllum sem vilja læra íþróttina. Parkour hefur verið vaxandi hér á landi síðastliðin ár og er nú svo komið að iðkendur hafa tekið að halda mót reglulega. Eitt slíkt var á AK Extreme um daginn.Stefán Þór vildi gjarnan helga sig parkour.Vísir/Stefán„Ég bauð nokkrum útlendingum, atvinnumönnum að koma og það komu til okkar sjö strákar sem eru atvinnumenn. Vinna við að leika parkour í auglýsingum og í áhættuatriðum. Það var alveg ótrúlega gaman að fá þá.“ Stefán hefur sjálfur fengið að leika í nokkrum áhættuatriðum, sem dæmi má nefna þáttaröðina Ófærð. Stefán Þór segir ekkert lát á vaxandi vinsældum íþróttarinnar hér á landi. „Og hún er líka bara vaxandi í öllum heiminum. Ég fylgist vel með á samfélagsmiðlum og svona. Hún vex bara og vex og vex og er ekkert að fara.“ Íþróttin gefur meira en líkamlegan styrk að sögn Stefáns. „Þetta hjálpar svo mikið. Þú notar umhverfið sem leikvöll, notar umhverfið til þess að komast fram hjá hindrunum og kanna svæðið. Það eru rosalega margir sem nota þetta til að komast yfir einhverjar hindranir andlega, það er stundum þannig að ef þú getur komist yfir hindrun líkamlega geturðu komist yfir hana andlega líka. Þannig að þetta getur verið rosalega sálrænt.“ Samfélag parkour-iðkenda í heiminum er líflegt og vinalegt að sögn Stefáns.Vísir/stefánÞá er samfélagið skemmtilegt og íþróttin skapandi. „Það eru ekkert rosalega miklar reglur í parkour, þú hannar þinn eigin stíl í því sem þú ert að gera. Við kennum krökkunum að gera stökkin en svo hafa þau frelsi til þess að gera það sem þau vilja.“ Allir geta iðkað parkour að sögn þjálfarans. „Ef þú ert duglegur þá geturðu þetta. Þú býrð til bestu útgáfuna af þér.“ Sjá má Parkour-iðkendur á æfingu hér að neðan: Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Þetta er rosalega vinsæl íþrótt,“ segir Stefán Þór Friðriksson sem hefur iðkað íþróttina parkour síðastliðinn áratug og kennir hana á Akureyri. Hann setti myndband inn á Facebook í gær sem hefur vakið athygli og er til að mynda komið með yfir þrjúþúsund áhorf. Í myndbandinu leika parkour-iðkendur listir sínar, hoppa af kössum á slár og öfugt, taka heljarstökk og fleira svo fer um áhorfandann. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Við erum að þjálfa krakka sem vilja stunda þessa íþrótt og erum með um hundrað krakka núna,“ útskýrir Stefán Þór en hann segir því miður að færri komist að en vilja, ekki sé nægur mannskapur né aðstaða til staðar til þess að sinna öllum sem vilja læra íþróttina. Parkour hefur verið vaxandi hér á landi síðastliðin ár og er nú svo komið að iðkendur hafa tekið að halda mót reglulega. Eitt slíkt var á AK Extreme um daginn.Stefán Þór vildi gjarnan helga sig parkour.Vísir/Stefán„Ég bauð nokkrum útlendingum, atvinnumönnum að koma og það komu til okkar sjö strákar sem eru atvinnumenn. Vinna við að leika parkour í auglýsingum og í áhættuatriðum. Það var alveg ótrúlega gaman að fá þá.“ Stefán hefur sjálfur fengið að leika í nokkrum áhættuatriðum, sem dæmi má nefna þáttaröðina Ófærð. Stefán Þór segir ekkert lát á vaxandi vinsældum íþróttarinnar hér á landi. „Og hún er líka bara vaxandi í öllum heiminum. Ég fylgist vel með á samfélagsmiðlum og svona. Hún vex bara og vex og vex og er ekkert að fara.“ Íþróttin gefur meira en líkamlegan styrk að sögn Stefáns. „Þetta hjálpar svo mikið. Þú notar umhverfið sem leikvöll, notar umhverfið til þess að komast fram hjá hindrunum og kanna svæðið. Það eru rosalega margir sem nota þetta til að komast yfir einhverjar hindranir andlega, það er stundum þannig að ef þú getur komist yfir hindrun líkamlega geturðu komist yfir hana andlega líka. Þannig að þetta getur verið rosalega sálrænt.“ Samfélag parkour-iðkenda í heiminum er líflegt og vinalegt að sögn Stefáns.Vísir/stefánÞá er samfélagið skemmtilegt og íþróttin skapandi. „Það eru ekkert rosalega miklar reglur í parkour, þú hannar þinn eigin stíl í því sem þú ert að gera. Við kennum krökkunum að gera stökkin en svo hafa þau frelsi til þess að gera það sem þau vilja.“ Allir geta iðkað parkour að sögn þjálfarans. „Ef þú ert duglegur þá geturðu þetta. Þú býrð til bestu útgáfuna af þér.“ Sjá má Parkour-iðkendur á æfingu hér að neðan:
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira