Parkour vaxandi á Íslandi: Sýnir töff takta í nýju myndbandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. apríl 2016 18:46 Parkour-iðkendur víla ekki fyrir sér að snúa sér á allar hliðar. Vísir/Stefán „Þetta er rosalega vinsæl íþrótt,“ segir Stefán Þór Friðriksson sem hefur iðkað íþróttina parkour síðastliðinn áratug og kennir hana á Akureyri. Hann setti myndband inn á Facebook í gær sem hefur vakið athygli og er til að mynda komið með yfir þrjúþúsund áhorf. Í myndbandinu leika parkour-iðkendur listir sínar, hoppa af kössum á slár og öfugt, taka heljarstökk og fleira svo fer um áhorfandann. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Við erum að þjálfa krakka sem vilja stunda þessa íþrótt og erum með um hundrað krakka núna,“ útskýrir Stefán Þór en hann segir því miður að færri komist að en vilja, ekki sé nægur mannskapur né aðstaða til staðar til þess að sinna öllum sem vilja læra íþróttina. Parkour hefur verið vaxandi hér á landi síðastliðin ár og er nú svo komið að iðkendur hafa tekið að halda mót reglulega. Eitt slíkt var á AK Extreme um daginn.Stefán Þór vildi gjarnan helga sig parkour.Vísir/Stefán„Ég bauð nokkrum útlendingum, atvinnumönnum að koma og það komu til okkar sjö strákar sem eru atvinnumenn. Vinna við að leika parkour í auglýsingum og í áhættuatriðum. Það var alveg ótrúlega gaman að fá þá.“ Stefán hefur sjálfur fengið að leika í nokkrum áhættuatriðum, sem dæmi má nefna þáttaröðina Ófærð. Stefán Þór segir ekkert lát á vaxandi vinsældum íþróttarinnar hér á landi. „Og hún er líka bara vaxandi í öllum heiminum. Ég fylgist vel með á samfélagsmiðlum og svona. Hún vex bara og vex og vex og er ekkert að fara.“ Íþróttin gefur meira en líkamlegan styrk að sögn Stefáns. „Þetta hjálpar svo mikið. Þú notar umhverfið sem leikvöll, notar umhverfið til þess að komast fram hjá hindrunum og kanna svæðið. Það eru rosalega margir sem nota þetta til að komast yfir einhverjar hindranir andlega, það er stundum þannig að ef þú getur komist yfir hindrun líkamlega geturðu komist yfir hana andlega líka. Þannig að þetta getur verið rosalega sálrænt.“ Samfélag parkour-iðkenda í heiminum er líflegt og vinalegt að sögn Stefáns.Vísir/stefánÞá er samfélagið skemmtilegt og íþróttin skapandi. „Það eru ekkert rosalega miklar reglur í parkour, þú hannar þinn eigin stíl í því sem þú ert að gera. Við kennum krökkunum að gera stökkin en svo hafa þau frelsi til þess að gera það sem þau vilja.“ Allir geta iðkað parkour að sögn þjálfarans. „Ef þú ert duglegur þá geturðu þetta. Þú býrð til bestu útgáfuna af þér.“ Sjá má Parkour-iðkendur á æfingu hér að neðan: Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Þetta er rosalega vinsæl íþrótt,“ segir Stefán Þór Friðriksson sem hefur iðkað íþróttina parkour síðastliðinn áratug og kennir hana á Akureyri. Hann setti myndband inn á Facebook í gær sem hefur vakið athygli og er til að mynda komið með yfir þrjúþúsund áhorf. Í myndbandinu leika parkour-iðkendur listir sínar, hoppa af kössum á slár og öfugt, taka heljarstökk og fleira svo fer um áhorfandann. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Við erum að þjálfa krakka sem vilja stunda þessa íþrótt og erum með um hundrað krakka núna,“ útskýrir Stefán Þór en hann segir því miður að færri komist að en vilja, ekki sé nægur mannskapur né aðstaða til staðar til þess að sinna öllum sem vilja læra íþróttina. Parkour hefur verið vaxandi hér á landi síðastliðin ár og er nú svo komið að iðkendur hafa tekið að halda mót reglulega. Eitt slíkt var á AK Extreme um daginn.Stefán Þór vildi gjarnan helga sig parkour.Vísir/Stefán„Ég bauð nokkrum útlendingum, atvinnumönnum að koma og það komu til okkar sjö strákar sem eru atvinnumenn. Vinna við að leika parkour í auglýsingum og í áhættuatriðum. Það var alveg ótrúlega gaman að fá þá.“ Stefán hefur sjálfur fengið að leika í nokkrum áhættuatriðum, sem dæmi má nefna þáttaröðina Ófærð. Stefán Þór segir ekkert lát á vaxandi vinsældum íþróttarinnar hér á landi. „Og hún er líka bara vaxandi í öllum heiminum. Ég fylgist vel með á samfélagsmiðlum og svona. Hún vex bara og vex og vex og er ekkert að fara.“ Íþróttin gefur meira en líkamlegan styrk að sögn Stefáns. „Þetta hjálpar svo mikið. Þú notar umhverfið sem leikvöll, notar umhverfið til þess að komast fram hjá hindrunum og kanna svæðið. Það eru rosalega margir sem nota þetta til að komast yfir einhverjar hindranir andlega, það er stundum þannig að ef þú getur komist yfir hindrun líkamlega geturðu komist yfir hana andlega líka. Þannig að þetta getur verið rosalega sálrænt.“ Samfélag parkour-iðkenda í heiminum er líflegt og vinalegt að sögn Stefáns.Vísir/stefánÞá er samfélagið skemmtilegt og íþróttin skapandi. „Það eru ekkert rosalega miklar reglur í parkour, þú hannar þinn eigin stíl í því sem þú ert að gera. Við kennum krökkunum að gera stökkin en svo hafa þau frelsi til þess að gera það sem þau vilja.“ Allir geta iðkað parkour að sögn þjálfarans. „Ef þú ert duglegur þá geturðu þetta. Þú býrð til bestu útgáfuna af þér.“ Sjá má Parkour-iðkendur á æfingu hér að neðan:
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira