Komust hjá reglum sem banna kvenmannsbrjóst á samfélagsmiðlum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. apríl 2016 21:43 Brjóstin á Henry mega sjást á Facebook ólíkt brjóstum allra kvenna í heiminum. Sniðug argentínsk samtök um brjóstakrabbamein komust hjá reglum sem banna það að kvenmannsbrjóst séu birt á myndum eða myndböndum á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram með því að nýta í staðinn karlmannsbrjóst í kennslumyndbandi sínu. Myndbandinu er ætlað að kenna konum að skoða brjóst sín til þess að koma í veg fyrir að brjóstakrabbamein fái að grassera í lengri tíma komi það upp. Myndbandið vakti gífurlega lukku og fékk 8 milljónir áhorfa á aðeins fjórum dögum. Það hefur verið þýtt á ensku og má sjá það hér að neðan. „Kvenmannsbrjóst, sérstaklega geirvörtur kvenmanna, má ekki sýna á ákveðnum samfélagsmiðlum, ekki einu sinni þegar verið er að sýna hvernig á að rannsaka eigin brjóst til þess að geta greint brjóstakrabbamein á fyrstu stigum þess,“ segir í myndbandinu. „En við fundum brjóst sem má sýna á samfélagsmiðlum: Brjóstin á Henry.“ Síðan er sýnt hvernig á að framkvæma brjóstaskoðun á eigin líkama á karlmannslíkamanum. Samtökin heita MACMA og er myndbandið hluti af átaki þeirra um aukna meðvitund um brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein í konum í heiminum. Karlmenn geta einnig fengið brjóstakrabbamein en það eru 100 sinnum minni líkur á því samkvæmt HuffingtonPost. Átak MACMA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð. Wow! Using man boobs so they aren't censored, great idea! I know I'm going to check mine! #manboobs4boobs https://t.co/RBXDf5EBQd— Cody Trejo (@trejo_cody) April 21, 2016 Brilliant (and amusing) video on how to check yourself for signs of breast cancer #ManBoobs4Boobs #tetasxtetas https://t.co/ofi225q2nK— Charlotte Cross (@JournoChar) April 22, 2016 this is brilliant. and also incredibly saddening. but still brilliant.#ManBoobs4Boobs https://t.co/rrfh0T4XHq— Syaza Nadzirah (@syazanadzirah) April 23, 2016 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Sniðug argentínsk samtök um brjóstakrabbamein komust hjá reglum sem banna það að kvenmannsbrjóst séu birt á myndum eða myndböndum á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram með því að nýta í staðinn karlmannsbrjóst í kennslumyndbandi sínu. Myndbandinu er ætlað að kenna konum að skoða brjóst sín til þess að koma í veg fyrir að brjóstakrabbamein fái að grassera í lengri tíma komi það upp. Myndbandið vakti gífurlega lukku og fékk 8 milljónir áhorfa á aðeins fjórum dögum. Það hefur verið þýtt á ensku og má sjá það hér að neðan. „Kvenmannsbrjóst, sérstaklega geirvörtur kvenmanna, má ekki sýna á ákveðnum samfélagsmiðlum, ekki einu sinni þegar verið er að sýna hvernig á að rannsaka eigin brjóst til þess að geta greint brjóstakrabbamein á fyrstu stigum þess,“ segir í myndbandinu. „En við fundum brjóst sem má sýna á samfélagsmiðlum: Brjóstin á Henry.“ Síðan er sýnt hvernig á að framkvæma brjóstaskoðun á eigin líkama á karlmannslíkamanum. Samtökin heita MACMA og er myndbandið hluti af átaki þeirra um aukna meðvitund um brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein í konum í heiminum. Karlmenn geta einnig fengið brjóstakrabbamein en það eru 100 sinnum minni líkur á því samkvæmt HuffingtonPost. Átak MACMA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð. Wow! Using man boobs so they aren't censored, great idea! I know I'm going to check mine! #manboobs4boobs https://t.co/RBXDf5EBQd— Cody Trejo (@trejo_cody) April 21, 2016 Brilliant (and amusing) video on how to check yourself for signs of breast cancer #ManBoobs4Boobs #tetasxtetas https://t.co/ofi225q2nK— Charlotte Cross (@JournoChar) April 22, 2016 this is brilliant. and also incredibly saddening. but still brilliant.#ManBoobs4Boobs https://t.co/rrfh0T4XHq— Syaza Nadzirah (@syazanadzirah) April 23, 2016
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira