Segir meirihluta starfsemi sinnar vera erlendis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2016 14:30 Ólafur Ólafsson Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafsson, fjárfestir, hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna umfjöllunar um eignir hans erlendis en fjallað var um fjárfestingar hans í gegnum félög í Lúxemborg í Morgunblaðinu í dag. Í yfirlýsingu sinni segir Ólafur, sem nú afplánar fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins á áfangaheimilinu Vernd, að hann hafi verið búsettur erlendis frá árinu 2005. Fyrst hafi hann verið með heimili á Englandi en síðan í Sviss frá árinu 2009. Ólafur kveðst vera með langstærstan hluta sinnar starfsemi erlendis þar sem hann veitir hátt í 2000 manns atvinnu. „Þar má nefna nefna félögin KIMI SARL í Lúxemborg og Neptune Holding BV í Hollandi sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag,“ segir í yfirlýsingu Ólafs. Nefnir hann ýmis verkefni sem KIMI hafi komið að, meðal annars uppbyggingu fiskvinnslu og löndunarstöðvum í Síerra Leóne og til uppbyggingar og stækkunar Landnámssetursins í Borgarnesi. Upplýsingar um félagið, og fleiri félög sem Ólafur kemur að, eru opinber gögn að sögn hans sem almenningur getu nálgast í fyrirtækjaskrám þeirra landa sem þau hafa starfsemi. Yfirlýsingu Ólafs má sjá í heild hér að neðan:Frá árinu 2005 hef ég verið búsettur erlendis, fyrst með heimili á Englandi en í Sviss frá 2009. Langstærstur hluti starfsemi minnar er utan Íslands. Ég kem að rekstri fjölda fyrirtækja erlendis sem veita hátt í 2000 manns atvinnu. Þar má nefna nefna félögin KIMI SARL í Lúxemborg og Neptune Holding BV í Hollandi sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.KIMI hefur meðal annars staðið að hjálparstarfi með uppbyggingu á fiskvinnslu og löndunarstöðvum í Sierra Leone í Afriku en um er að ræða umfangsmesta og metnaðarfyllsta þróunarstarf í sjávarútvegi í landinu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Aurora velgjörðarsjóð sem konan mín og ég höfum starfrækt frá árinu 2007. Sjóðurinn hefur komið að fleiri umfangsmiklum hjálpar- og þróunarverkefnum í Afríku sem hægt er að lesa um á vefsíðu Aurora.Í gegnum félagið Neptune Holding hefur verið fjárfest í sjávarútvegi utan Íslands. Nefna má fyrirtækið Asia Seafood, sem er með móðurfélag á Íslandi og kaupir sjávarafurðir af útgerðum við Kyrrahafið, til vinnslu og sölu á markaði í Asíu og Bandaríkjunum. Fyrirtækið veltir árlega yfir 200 milljónum Bandaríkjadala (tæpum 29 milljörðum króna). Neptune Holding hefur einnig fjárfest í Lumar Seafood á Spáni sem rekur sérhæfða verksmiðju sem framleiðir hágæða fiskrétti og túnfisk til sölu í Evrópu. Þá á Neptune einnig línuveiðiskipið Ana Barral sem hefur stundað veiðar á Indlandshafi.Árið 2013 lagði KIMI 350 þúsund evrur til fjárfestingar á Íslandi. Megin þorri þeirra fjármuna fóru til uppbyggingar áeldhúsi og stækkunar Landnámssetursins í Borgarnesi sem við höfum stutt við frá upphafi. Það var liður í að styðja við fjölbreytt menningarlíf í Borgarnesi og stuðla að uppbyggingu í samfélaginu.Upplýsingar um þessi félög og fleiri sem ég kem að eru opinber gögn sem almenningur getur nálgast í fyrirtækjaskrám þeirra landa sem þau hafa starfsemi í . Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ólafur Ólafsson, fjárfestir, hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna umfjöllunar um eignir hans erlendis en fjallað var um fjárfestingar hans í gegnum félög í Lúxemborg í Morgunblaðinu í dag. Í yfirlýsingu sinni segir Ólafur, sem nú afplánar fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins á áfangaheimilinu Vernd, að hann hafi verið búsettur erlendis frá árinu 2005. Fyrst hafi hann verið með heimili á Englandi en síðan í Sviss frá árinu 2009. Ólafur kveðst vera með langstærstan hluta sinnar starfsemi erlendis þar sem hann veitir hátt í 2000 manns atvinnu. „Þar má nefna nefna félögin KIMI SARL í Lúxemborg og Neptune Holding BV í Hollandi sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag,“ segir í yfirlýsingu Ólafs. Nefnir hann ýmis verkefni sem KIMI hafi komið að, meðal annars uppbyggingu fiskvinnslu og löndunarstöðvum í Síerra Leóne og til uppbyggingar og stækkunar Landnámssetursins í Borgarnesi. Upplýsingar um félagið, og fleiri félög sem Ólafur kemur að, eru opinber gögn að sögn hans sem almenningur getu nálgast í fyrirtækjaskrám þeirra landa sem þau hafa starfsemi. Yfirlýsingu Ólafs má sjá í heild hér að neðan:Frá árinu 2005 hef ég verið búsettur erlendis, fyrst með heimili á Englandi en í Sviss frá 2009. Langstærstur hluti starfsemi minnar er utan Íslands. Ég kem að rekstri fjölda fyrirtækja erlendis sem veita hátt í 2000 manns atvinnu. Þar má nefna nefna félögin KIMI SARL í Lúxemborg og Neptune Holding BV í Hollandi sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.KIMI hefur meðal annars staðið að hjálparstarfi með uppbyggingu á fiskvinnslu og löndunarstöðvum í Sierra Leone í Afriku en um er að ræða umfangsmesta og metnaðarfyllsta þróunarstarf í sjávarútvegi í landinu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Aurora velgjörðarsjóð sem konan mín og ég höfum starfrækt frá árinu 2007. Sjóðurinn hefur komið að fleiri umfangsmiklum hjálpar- og þróunarverkefnum í Afríku sem hægt er að lesa um á vefsíðu Aurora.Í gegnum félagið Neptune Holding hefur verið fjárfest í sjávarútvegi utan Íslands. Nefna má fyrirtækið Asia Seafood, sem er með móðurfélag á Íslandi og kaupir sjávarafurðir af útgerðum við Kyrrahafið, til vinnslu og sölu á markaði í Asíu og Bandaríkjunum. Fyrirtækið veltir árlega yfir 200 milljónum Bandaríkjadala (tæpum 29 milljörðum króna). Neptune Holding hefur einnig fjárfest í Lumar Seafood á Spáni sem rekur sérhæfða verksmiðju sem framleiðir hágæða fiskrétti og túnfisk til sölu í Evrópu. Þá á Neptune einnig línuveiðiskipið Ana Barral sem hefur stundað veiðar á Indlandshafi.Árið 2013 lagði KIMI 350 þúsund evrur til fjárfestingar á Íslandi. Megin þorri þeirra fjármuna fóru til uppbyggingar áeldhúsi og stækkunar Landnámssetursins í Borgarnesi sem við höfum stutt við frá upphafi. Það var liður í að styðja við fjölbreytt menningarlíf í Borgarnesi og stuðla að uppbyggingu í samfélaginu.Upplýsingar um þessi félög og fleiri sem ég kem að eru opinber gögn sem almenningur getur nálgast í fyrirtækjaskrám þeirra landa sem þau hafa starfsemi í .
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira