Volkswagen söluhærra en Toyota á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 12:56 Volkswagen Passat. Volkswagen Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent
Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent