Volkswagen söluhærra en Toyota á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 12:56 Volkswagen Passat. Volkswagen Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent