Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2016 18:45 Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt. Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir aðför Eflingar með ólíkindum Áfram engar loðnuveiðar Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Taka flugið til Tyrklands Aflýsa flugi til og frá Orlando Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Már nýr meðeigandi hjá Athygli Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Alma til Pipars\TBWA Uppsagnir hjá Veitum Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Sjá meira
Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt.
Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir aðför Eflingar með ólíkindum Áfram engar loðnuveiðar Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Taka flugið til Tyrklands Aflýsa flugi til og frá Orlando Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Már nýr meðeigandi hjá Athygli Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Alma til Pipars\TBWA Uppsagnir hjá Veitum Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Sjá meira
Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00