Óvissa um framtíð LÍN Sigrún Dögg Kvaran skrifar 28. apríl 2016 07:00 Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. Á Íslandi býr fólk við jöfn tækifæri til náms, greiðan aðgang að námi eða eins og segir á heimasíðu LÍN: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Hins vegar eru blikur á lofti, fréttir berast af því að ný ríkisstjórn sé búin að leggja fram Málaskrá og á henni eru ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN. Í ársskýrslum LÍN undanfarin ár hafa áhyggjur verið viðraðar af því að hár meðalaldur námsmanna við námslok dragi úr fullum endurheimtum og ýti undir afskriftir sjóðsins. Þetta gefur sterklega til kynna að stjórnvöld vilji leggja áherslu á ungt fólk sem klári nám snemma eða á „réttum tíma“. Vilji sé frekar til að einblína á fólk sem komist fyrr út á vinnumarkaðinn, byrji fyrr að borga af sínum námslánum og sé því líklegra til að greiða þau til baka að fullu. Sem sagt betri endurheimtur. Það virðist ekki vera pláss í bókhaldinu fyrir fólk með starfsreynslu sem ákveður að skella sér á skólabekk til að bæta við sig þekkingu og miðla reynslu sinni í leiðinni. Með því að einblína einungis á góðar endurheimtur er hætta á að útiloka ákveðna hópa frá jöfnu aðgengi að námi. Undanfarið hafa námsmenn verið að koma fram og tjá sig bæði á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum, um bág kjör, vítahring skuldasöfnunar og sálræn áhrif þess. Nýjasta reiðarslagið er enn frekari niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis, 20% niðurskurður. Einnig er dregið verulega úr hámarkseiningafjölda sem hægt verður að fá lán fyrir, verða 480 ECTS í stað 540 ECTS. Viljum við sem samfélag draga úr möguleikum fólks á að sækja sér frekari menntun bæði hérlendis og erlendis? Þetta er algjörlega óásættanleg staða, að stjórnvöld þegi um stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis eins og þetta sé þeirra einkamál. Stefna þeirra snertir framtíð hundraða námsmanna sem hafa þegar flust út og hafið sitt nám út frá ákveðnum forsendum, forsendur sem taka stöðugum breytingum og sem jafnvel ógna möguleika þeirra til að ljúka sínu námi. Svo segir mér hugur að ný heildarlög um LÍN séu ekki til að gera enn betur við íslenska námsmenn og stuðla að jafnrétti til náms – þvert á móti!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. Á Íslandi býr fólk við jöfn tækifæri til náms, greiðan aðgang að námi eða eins og segir á heimasíðu LÍN: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Hins vegar eru blikur á lofti, fréttir berast af því að ný ríkisstjórn sé búin að leggja fram Málaskrá og á henni eru ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN. Í ársskýrslum LÍN undanfarin ár hafa áhyggjur verið viðraðar af því að hár meðalaldur námsmanna við námslok dragi úr fullum endurheimtum og ýti undir afskriftir sjóðsins. Þetta gefur sterklega til kynna að stjórnvöld vilji leggja áherslu á ungt fólk sem klári nám snemma eða á „réttum tíma“. Vilji sé frekar til að einblína á fólk sem komist fyrr út á vinnumarkaðinn, byrji fyrr að borga af sínum námslánum og sé því líklegra til að greiða þau til baka að fullu. Sem sagt betri endurheimtur. Það virðist ekki vera pláss í bókhaldinu fyrir fólk með starfsreynslu sem ákveður að skella sér á skólabekk til að bæta við sig þekkingu og miðla reynslu sinni í leiðinni. Með því að einblína einungis á góðar endurheimtur er hætta á að útiloka ákveðna hópa frá jöfnu aðgengi að námi. Undanfarið hafa námsmenn verið að koma fram og tjá sig bæði á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum, um bág kjör, vítahring skuldasöfnunar og sálræn áhrif þess. Nýjasta reiðarslagið er enn frekari niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis, 20% niðurskurður. Einnig er dregið verulega úr hámarkseiningafjölda sem hægt verður að fá lán fyrir, verða 480 ECTS í stað 540 ECTS. Viljum við sem samfélag draga úr möguleikum fólks á að sækja sér frekari menntun bæði hérlendis og erlendis? Þetta er algjörlega óásættanleg staða, að stjórnvöld þegi um stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis eins og þetta sé þeirra einkamál. Stefna þeirra snertir framtíð hundraða námsmanna sem hafa þegar flust út og hafið sitt nám út frá ákveðnum forsendum, forsendur sem taka stöðugum breytingum og sem jafnvel ógna möguleika þeirra til að ljúka sínu námi. Svo segir mér hugur að ný heildarlög um LÍN séu ekki til að gera enn betur við íslenska námsmenn og stuðla að jafnrétti til náms – þvert á móti!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun