Óvissa um framtíð LÍN Sigrún Dögg Kvaran skrifar 28. apríl 2016 07:00 Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. Á Íslandi býr fólk við jöfn tækifæri til náms, greiðan aðgang að námi eða eins og segir á heimasíðu LÍN: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Hins vegar eru blikur á lofti, fréttir berast af því að ný ríkisstjórn sé búin að leggja fram Málaskrá og á henni eru ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN. Í ársskýrslum LÍN undanfarin ár hafa áhyggjur verið viðraðar af því að hár meðalaldur námsmanna við námslok dragi úr fullum endurheimtum og ýti undir afskriftir sjóðsins. Þetta gefur sterklega til kynna að stjórnvöld vilji leggja áherslu á ungt fólk sem klári nám snemma eða á „réttum tíma“. Vilji sé frekar til að einblína á fólk sem komist fyrr út á vinnumarkaðinn, byrji fyrr að borga af sínum námslánum og sé því líklegra til að greiða þau til baka að fullu. Sem sagt betri endurheimtur. Það virðist ekki vera pláss í bókhaldinu fyrir fólk með starfsreynslu sem ákveður að skella sér á skólabekk til að bæta við sig þekkingu og miðla reynslu sinni í leiðinni. Með því að einblína einungis á góðar endurheimtur er hætta á að útiloka ákveðna hópa frá jöfnu aðgengi að námi. Undanfarið hafa námsmenn verið að koma fram og tjá sig bæði á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum, um bág kjör, vítahring skuldasöfnunar og sálræn áhrif þess. Nýjasta reiðarslagið er enn frekari niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis, 20% niðurskurður. Einnig er dregið verulega úr hámarkseiningafjölda sem hægt verður að fá lán fyrir, verða 480 ECTS í stað 540 ECTS. Viljum við sem samfélag draga úr möguleikum fólks á að sækja sér frekari menntun bæði hérlendis og erlendis? Þetta er algjörlega óásættanleg staða, að stjórnvöld þegi um stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis eins og þetta sé þeirra einkamál. Stefna þeirra snertir framtíð hundraða námsmanna sem hafa þegar flust út og hafið sitt nám út frá ákveðnum forsendum, forsendur sem taka stöðugum breytingum og sem jafnvel ógna möguleika þeirra til að ljúka sínu námi. Svo segir mér hugur að ný heildarlög um LÍN séu ekki til að gera enn betur við íslenska námsmenn og stuðla að jafnrétti til náms – þvert á móti!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. Á Íslandi býr fólk við jöfn tækifæri til náms, greiðan aðgang að námi eða eins og segir á heimasíðu LÍN: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Hins vegar eru blikur á lofti, fréttir berast af því að ný ríkisstjórn sé búin að leggja fram Málaskrá og á henni eru ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN. Í ársskýrslum LÍN undanfarin ár hafa áhyggjur verið viðraðar af því að hár meðalaldur námsmanna við námslok dragi úr fullum endurheimtum og ýti undir afskriftir sjóðsins. Þetta gefur sterklega til kynna að stjórnvöld vilji leggja áherslu á ungt fólk sem klári nám snemma eða á „réttum tíma“. Vilji sé frekar til að einblína á fólk sem komist fyrr út á vinnumarkaðinn, byrji fyrr að borga af sínum námslánum og sé því líklegra til að greiða þau til baka að fullu. Sem sagt betri endurheimtur. Það virðist ekki vera pláss í bókhaldinu fyrir fólk með starfsreynslu sem ákveður að skella sér á skólabekk til að bæta við sig þekkingu og miðla reynslu sinni í leiðinni. Með því að einblína einungis á góðar endurheimtur er hætta á að útiloka ákveðna hópa frá jöfnu aðgengi að námi. Undanfarið hafa námsmenn verið að koma fram og tjá sig bæði á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum, um bág kjör, vítahring skuldasöfnunar og sálræn áhrif þess. Nýjasta reiðarslagið er enn frekari niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis, 20% niðurskurður. Einnig er dregið verulega úr hámarkseiningafjölda sem hægt verður að fá lán fyrir, verða 480 ECTS í stað 540 ECTS. Viljum við sem samfélag draga úr möguleikum fólks á að sækja sér frekari menntun bæði hérlendis og erlendis? Þetta er algjörlega óásættanleg staða, að stjórnvöld þegi um stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis eins og þetta sé þeirra einkamál. Stefna þeirra snertir framtíð hundraða námsmanna sem hafa þegar flust út og hafið sitt nám út frá ákveðnum forsendum, forsendur sem taka stöðugum breytingum og sem jafnvel ógna möguleika þeirra til að ljúka sínu námi. Svo segir mér hugur að ný heildarlög um LÍN séu ekki til að gera enn betur við íslenska námsmenn og stuðla að jafnrétti til náms – þvert á móti!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun