Óvissa um framtíð LÍN Sigrún Dögg Kvaran skrifar 28. apríl 2016 07:00 Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. Á Íslandi býr fólk við jöfn tækifæri til náms, greiðan aðgang að námi eða eins og segir á heimasíðu LÍN: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Hins vegar eru blikur á lofti, fréttir berast af því að ný ríkisstjórn sé búin að leggja fram Málaskrá og á henni eru ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN. Í ársskýrslum LÍN undanfarin ár hafa áhyggjur verið viðraðar af því að hár meðalaldur námsmanna við námslok dragi úr fullum endurheimtum og ýti undir afskriftir sjóðsins. Þetta gefur sterklega til kynna að stjórnvöld vilji leggja áherslu á ungt fólk sem klári nám snemma eða á „réttum tíma“. Vilji sé frekar til að einblína á fólk sem komist fyrr út á vinnumarkaðinn, byrji fyrr að borga af sínum námslánum og sé því líklegra til að greiða þau til baka að fullu. Sem sagt betri endurheimtur. Það virðist ekki vera pláss í bókhaldinu fyrir fólk með starfsreynslu sem ákveður að skella sér á skólabekk til að bæta við sig þekkingu og miðla reynslu sinni í leiðinni. Með því að einblína einungis á góðar endurheimtur er hætta á að útiloka ákveðna hópa frá jöfnu aðgengi að námi. Undanfarið hafa námsmenn verið að koma fram og tjá sig bæði á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum, um bág kjör, vítahring skuldasöfnunar og sálræn áhrif þess. Nýjasta reiðarslagið er enn frekari niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis, 20% niðurskurður. Einnig er dregið verulega úr hámarkseiningafjölda sem hægt verður að fá lán fyrir, verða 480 ECTS í stað 540 ECTS. Viljum við sem samfélag draga úr möguleikum fólks á að sækja sér frekari menntun bæði hérlendis og erlendis? Þetta er algjörlega óásættanleg staða, að stjórnvöld þegi um stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis eins og þetta sé þeirra einkamál. Stefna þeirra snertir framtíð hundraða námsmanna sem hafa þegar flust út og hafið sitt nám út frá ákveðnum forsendum, forsendur sem taka stöðugum breytingum og sem jafnvel ógna möguleika þeirra til að ljúka sínu námi. Svo segir mér hugur að ný heildarlög um LÍN séu ekki til að gera enn betur við íslenska námsmenn og stuðla að jafnrétti til náms – þvert á móti!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. Á Íslandi býr fólk við jöfn tækifæri til náms, greiðan aðgang að námi eða eins og segir á heimasíðu LÍN: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Hins vegar eru blikur á lofti, fréttir berast af því að ný ríkisstjórn sé búin að leggja fram Málaskrá og á henni eru ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN. Í ársskýrslum LÍN undanfarin ár hafa áhyggjur verið viðraðar af því að hár meðalaldur námsmanna við námslok dragi úr fullum endurheimtum og ýti undir afskriftir sjóðsins. Þetta gefur sterklega til kynna að stjórnvöld vilji leggja áherslu á ungt fólk sem klári nám snemma eða á „réttum tíma“. Vilji sé frekar til að einblína á fólk sem komist fyrr út á vinnumarkaðinn, byrji fyrr að borga af sínum námslánum og sé því líklegra til að greiða þau til baka að fullu. Sem sagt betri endurheimtur. Það virðist ekki vera pláss í bókhaldinu fyrir fólk með starfsreynslu sem ákveður að skella sér á skólabekk til að bæta við sig þekkingu og miðla reynslu sinni í leiðinni. Með því að einblína einungis á góðar endurheimtur er hætta á að útiloka ákveðna hópa frá jöfnu aðgengi að námi. Undanfarið hafa námsmenn verið að koma fram og tjá sig bæði á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum, um bág kjör, vítahring skuldasöfnunar og sálræn áhrif þess. Nýjasta reiðarslagið er enn frekari niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis, 20% niðurskurður. Einnig er dregið verulega úr hámarkseiningafjölda sem hægt verður að fá lán fyrir, verða 480 ECTS í stað 540 ECTS. Viljum við sem samfélag draga úr möguleikum fólks á að sækja sér frekari menntun bæði hérlendis og erlendis? Þetta er algjörlega óásættanleg staða, að stjórnvöld þegi um stefnu sína í málefnum námsmanna erlendis eins og þetta sé þeirra einkamál. Stefna þeirra snertir framtíð hundraða námsmanna sem hafa þegar flust út og hafið sitt nám út frá ákveðnum forsendum, forsendur sem taka stöðugum breytingum og sem jafnvel ógna möguleika þeirra til að ljúka sínu námi. Svo segir mér hugur að ný heildarlög um LÍN séu ekki til að gera enn betur við íslenska námsmenn og stuðla að jafnrétti til náms – þvert á móti!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar