Dreymir ekki um Hollywood Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 29. apríl 2016 09:00 Hér má sjá leikhópinn við æfingu en Djöflaeyjan verður frumsýnd 3. september. Vísir/Stefán Gunnar Jónsson leikari stígur sín fyrstu skref í Þjóðleikhúsinu, en hann er um þessar mundir að æfa leikritið Djöflaeyjuna í leikstjórn Atla Rafns Sigurðssonar. Verkið verður frumsýnt 3. september Ef ég fengi tækifæri til þess að vinna sem leikari í útlöndum, væri ég alveg til í það, en ég á mér engan Hollywood-draum. Ísland er land fyrir mig og hér líður mér best. Það er svo auðvitað ekkert mál að fara út í tvo til þrjá mánuði og vinna að ákveðnum verkefnum og koma svo heim aftur, maður er vanur því, þar sem ég vann á sjó. Ég hef ekkert verið með erlenda umboðsmenn í vinnu fyrir mig en hef þó alveg hugsað út í það,“ segir Gunnar Jónsson leikari spurður hvort hugurinn sé farinn að leita á erlendan kvikmyndamarkað í kjölfar aukinna umsvifa hans á leiklistarsviðinu. Þó að Gunnar hafi aldrei farið í leiklistarnám hefur hann verið í hálfgerðu verknámi í gegn um tíðina, þar sem hann hefur komið víða við og leikið með mörgum þjóðþekktum leikurum við góðan orðstír.Gunnar Jónsson fer með hlutverk í Djöflaeyjunni.Vísir/Stefán„Það var alltaf fjarlægur draumur í æsku að verða leikari. Ég kem frá þannig bakgrunni að þetta var aldrei inni í myndinni og eitthvað sem ég átti nú ekkert að vera að hugsa um. En svo varð þetta að veruleika, ég byrjaði í leiklistarhóp í grunnskóla, og hef aldrei sagt nei við listagyðjuna þegar hún hefur hringt og alltaf hef ég tekið þátt í því sem mér hefur staðið til boða. Í kjölfarið hef ég fengið að vinna með fullt af flottum íslenskum leikurum, og lært helling af því,“ segir hann þakklátur. En ætli eitthvert eitt hlutverk standi upp úr á ferlinum? „Ég á mér ekkert eitt uppáhaldshlutverk, heldur eru það hlutverkin sem ég er að vinna að hverju sinni sem standa upp úr. Þegar ég horfi til baka er ég ánægður með það sem ég hef gert. Fúsi er samt sem áður eftirminnilegastur, vegna þess að það var mjög mikil vinna við gerð myndarinnar, sem ég hélt á tímabili að ég gæti ekki haldið út,“ segir Gunnar. Fram undan er nóg um að vera hjá Gunnari en hann er um þessar mundir starfandi leikari í Þjóðleikhúsinu þar sem hann fer með hlutverk í Djöflaeyjunni sem frumsýnd verður 3. september næstkomandi. „Þetta er alveg frábært og mér líst alveg ótrúlega vel á vinnuna sem er fram undan. Ég er í fyrsta skipti að leika í atvinnuleikhúsi og við erum um þessar mundir að byrja að vinna að verkinu Djöflaeyjunni, í leikstjórn Atla Rafns Sigurðssonar. Núna erum við að fræðast um þetta tímabil í Íslandssögunni og hvernig ástandið var í þjóðfélaginu á þeim tíma sem Djöflaeyjan gerist á,“ segir Gunnar og bætir við að hann fari með hlutverk Hreggviðs kúluvarpara en hann er gamall íþróttakappi og mjög kraftmikill maður, en þó er heldur farið að halla undan fæti hjá kappanum án þess þó að hann geri sér grein fyrir því. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Gunnar Jónsson leikari stígur sín fyrstu skref í Þjóðleikhúsinu, en hann er um þessar mundir að æfa leikritið Djöflaeyjuna í leikstjórn Atla Rafns Sigurðssonar. Verkið verður frumsýnt 3. september Ef ég fengi tækifæri til þess að vinna sem leikari í útlöndum, væri ég alveg til í það, en ég á mér engan Hollywood-draum. Ísland er land fyrir mig og hér líður mér best. Það er svo auðvitað ekkert mál að fara út í tvo til þrjá mánuði og vinna að ákveðnum verkefnum og koma svo heim aftur, maður er vanur því, þar sem ég vann á sjó. Ég hef ekkert verið með erlenda umboðsmenn í vinnu fyrir mig en hef þó alveg hugsað út í það,“ segir Gunnar Jónsson leikari spurður hvort hugurinn sé farinn að leita á erlendan kvikmyndamarkað í kjölfar aukinna umsvifa hans á leiklistarsviðinu. Þó að Gunnar hafi aldrei farið í leiklistarnám hefur hann verið í hálfgerðu verknámi í gegn um tíðina, þar sem hann hefur komið víða við og leikið með mörgum þjóðþekktum leikurum við góðan orðstír.Gunnar Jónsson fer með hlutverk í Djöflaeyjunni.Vísir/Stefán„Það var alltaf fjarlægur draumur í æsku að verða leikari. Ég kem frá þannig bakgrunni að þetta var aldrei inni í myndinni og eitthvað sem ég átti nú ekkert að vera að hugsa um. En svo varð þetta að veruleika, ég byrjaði í leiklistarhóp í grunnskóla, og hef aldrei sagt nei við listagyðjuna þegar hún hefur hringt og alltaf hef ég tekið þátt í því sem mér hefur staðið til boða. Í kjölfarið hef ég fengið að vinna með fullt af flottum íslenskum leikurum, og lært helling af því,“ segir hann þakklátur. En ætli eitthvert eitt hlutverk standi upp úr á ferlinum? „Ég á mér ekkert eitt uppáhaldshlutverk, heldur eru það hlutverkin sem ég er að vinna að hverju sinni sem standa upp úr. Þegar ég horfi til baka er ég ánægður með það sem ég hef gert. Fúsi er samt sem áður eftirminnilegastur, vegna þess að það var mjög mikil vinna við gerð myndarinnar, sem ég hélt á tímabili að ég gæti ekki haldið út,“ segir Gunnar. Fram undan er nóg um að vera hjá Gunnari en hann er um þessar mundir starfandi leikari í Þjóðleikhúsinu þar sem hann fer með hlutverk í Djöflaeyjunni sem frumsýnd verður 3. september næstkomandi. „Þetta er alveg frábært og mér líst alveg ótrúlega vel á vinnuna sem er fram undan. Ég er í fyrsta skipti að leika í atvinnuleikhúsi og við erum um þessar mundir að byrja að vinna að verkinu Djöflaeyjunni, í leikstjórn Atla Rafns Sigurðssonar. Núna erum við að fræðast um þetta tímabil í Íslandssögunni og hvernig ástandið var í þjóðfélaginu á þeim tíma sem Djöflaeyjan gerist á,“ segir Gunnar og bætir við að hann fari með hlutverk Hreggviðs kúluvarpara en hann er gamall íþróttakappi og mjög kraftmikill maður, en þó er heldur farið að halla undan fæti hjá kappanum án þess þó að hann geri sér grein fyrir því.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira