Peningar binda Þröstur Ólafsson skrifar 13. apríl 2016 07:00 Fátt er um meira talað en feluleiki með misheiðarlega fengið fjármagn sem, þegar vel er falið, kemst fyrir í örbankahólfum á eyjum í Karíbahafi. Þótt enginn viti gjörla um heildarupphæðir, þá eru flestir þeir sem einhverja innsýn hafa í feluleikinn þess fullvissir, að um stjarnfræðilegar upphæðir sé að ræða. Þetta er ljótur leikur, því þótt einhverjir séu eingöngu að koma í veg fyrir að þeir sem stóreignamenn verði tilgreindir, þá er megin tilgangur aflandsfjáreigna sá að komast hjá skattlagningu peninganna í heimalandi sínu. Ein ástæða þess að flestar vestrænar þjóðir eiga erfitt með að láta rekstur ríkissjóða sinna ná endum saman, er þessi skattaflótti. Þeir ríku og valdamiklu skjóta sér undan þátttöku í samfélagslegum útgjöldum. Aflandshólfin á bresku yfirráðasvæði Minna hefur verið um það rætt hver sé ástæða þess að skattaskjólin eru að langmestu leyti á litlum eyjum eða landkrikum undir stjórn Breta. Talið er að yfir 80% af veltu allra aflandssjóða séu skráð á stöðum sem heyra undir Bretadrottningu. Þar eru ekki bara Tortóla sem er á Bresku Jómfrúaeyjunum, heldur einnig Bahamaeyjar, British Anguilla, svo og eyjar á Ermasundi s.s. Jersey og Guernsey að viðbættri Isle of Man vestanvert við Bretland. Þegar Bretar voru í vandræðum með pundið sitt og City of London átti í vök að verjast buðu bresk verndar- og sjálfstjórnarsvæði upp á að geyma fjármuni ríka fólksins í fullkominni leynd. En af hverju völdu þeir ofurríku breskar eyjar eða verndarsvæði til að fela peningana sína. Jú, það var bæði vísvitandi stefna breskra stjórnvalda til að styrkja London sem miðstöð fjármála í heiminum, en einnig sú staðreynd að breskt réttarkerfi er gamalt og talið eitt það traustasta í heiminum. Pólitískar sveiflur eru ekki taldar hnika því mikið til. Loka dómstóll fyrir Bresku Jómfrúaeyjar er sá sami og fyrir England, þ.e. Hæstiréttur í London. Þeir sem ekki vildu að almenningur vissi hve ríkir þeir voru vildu geta treyst réttarkerfinu, sem í þessu tilviki dæmir eftir breskum lögum. Hirtu það sem þú getur… Það myndaðist heil iðngrein fyrirtækja og banka (s.s. Landsbankans) sem sérhæfðu sig í eignafeluleik og skattaundanskoti í kringum aflandseyjarnar. Það einkennilega við þetta er það, að peningarnir sem skráðir voru á aflandseyjar, skiluðu ekkert betri ávöxtun þar en t.d. í banka í London. Munurinn lá í lægri sköttum. Heimaland endanlegra eigenda, hverjir sem þeir voru, borgaði þannig mismuninn. Ávöxtunin var sú sama vegna þess að peningarnir voru geymdir og ávaxtaðir í bönkum í London. Þessi aflandsfélög voru í reynd útibú frá City of London. Frá þessum aflandsfélögum streymdu óhemju auðæfi inn í bankana í London, sem gerðu bresku höfuðborgina að helsta fjármálaveldi heimsins. Staða Lundúna í heimsfjármálum og Bretlands sem valdaríki kemur að miklu leyti til vegna þessa ofur innstreymis illa fengins fjár frá þessum „útibúum“ bresku bankanna á aflandseyjum. Það er því misskilningur, svo ekki sé meira sagt, þegar núverandi, eða var það fyrrverandi, forsætisráðherra fullyrti, að peningar SDG, sem að eigin frásögn voru gefnir upp, hafi unnið fyrir íslenska hagkerfið. Þeir unnu fyrir það breska. og skilaðu því ekki aftur Margar tilraunir, bæði á þjóðríkja sem og alþjóða vettvangi, hafa verið reyndar til að stemma stigu við þessari svikamyllu. OECD hefur markvisst reynt að koma á samræmdum reglum meðlimaríkja sinna en árangur hefur látið á sér standa. Bretar hafa skiljanlega dregið lappirnar. Innan Evrópusambandsins hafa einnig verið gerð áhlaup á aflandsvæðingu evrópsks fjármálalífs án þess að marktækur árangur hafi náðst. Bæði er að sum lönd innan ESB, s.s. Lúxemborg, tryggðu sér snemma undanþágur frá meginreglum, sem opnuðu löndunum leiðir til að geta boðið erlendu fjármagni þægileg kjör, en hitt líka að þegar á reyndi komu Bretar í veg fyrir að bandalagið afgreiddi nokkrar bindandi reglur, sem lagt hefði getað hömlur á starfsemi aflandsfélaga. Það er kaldhæðni sögunnar að það var núverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, sem kom í veg fyrir það, síðast þegar tilraun var gerð á vegum ESB. Hefði sú vitneskja um hagnað hans og eiginkonu hans af viðskiptum með aflandseignir þeirra legið fyrir á þeim tíma, er ólíklegt að Bretar hefðu komist upp með að stöðva málið. Fullyrt hefur verið, að sú niðurstaða sem fékkst í uppgjöri föllnu íslensku bankanna, þar sem samið var um málið í stað þess að gera bankana gjaldþrota, hafi minnkað tap kröfuhafa um einhverja hundruð milljarða króna. Bæði David Cameron og Sigmundur Davíð voru báðum megin við borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Fátt er um meira talað en feluleiki með misheiðarlega fengið fjármagn sem, þegar vel er falið, kemst fyrir í örbankahólfum á eyjum í Karíbahafi. Þótt enginn viti gjörla um heildarupphæðir, þá eru flestir þeir sem einhverja innsýn hafa í feluleikinn þess fullvissir, að um stjarnfræðilegar upphæðir sé að ræða. Þetta er ljótur leikur, því þótt einhverjir séu eingöngu að koma í veg fyrir að þeir sem stóreignamenn verði tilgreindir, þá er megin tilgangur aflandsfjáreigna sá að komast hjá skattlagningu peninganna í heimalandi sínu. Ein ástæða þess að flestar vestrænar þjóðir eiga erfitt með að láta rekstur ríkissjóða sinna ná endum saman, er þessi skattaflótti. Þeir ríku og valdamiklu skjóta sér undan þátttöku í samfélagslegum útgjöldum. Aflandshólfin á bresku yfirráðasvæði Minna hefur verið um það rætt hver sé ástæða þess að skattaskjólin eru að langmestu leyti á litlum eyjum eða landkrikum undir stjórn Breta. Talið er að yfir 80% af veltu allra aflandssjóða séu skráð á stöðum sem heyra undir Bretadrottningu. Þar eru ekki bara Tortóla sem er á Bresku Jómfrúaeyjunum, heldur einnig Bahamaeyjar, British Anguilla, svo og eyjar á Ermasundi s.s. Jersey og Guernsey að viðbættri Isle of Man vestanvert við Bretland. Þegar Bretar voru í vandræðum með pundið sitt og City of London átti í vök að verjast buðu bresk verndar- og sjálfstjórnarsvæði upp á að geyma fjármuni ríka fólksins í fullkominni leynd. En af hverju völdu þeir ofurríku breskar eyjar eða verndarsvæði til að fela peningana sína. Jú, það var bæði vísvitandi stefna breskra stjórnvalda til að styrkja London sem miðstöð fjármála í heiminum, en einnig sú staðreynd að breskt réttarkerfi er gamalt og talið eitt það traustasta í heiminum. Pólitískar sveiflur eru ekki taldar hnika því mikið til. Loka dómstóll fyrir Bresku Jómfrúaeyjar er sá sami og fyrir England, þ.e. Hæstiréttur í London. Þeir sem ekki vildu að almenningur vissi hve ríkir þeir voru vildu geta treyst réttarkerfinu, sem í þessu tilviki dæmir eftir breskum lögum. Hirtu það sem þú getur… Það myndaðist heil iðngrein fyrirtækja og banka (s.s. Landsbankans) sem sérhæfðu sig í eignafeluleik og skattaundanskoti í kringum aflandseyjarnar. Það einkennilega við þetta er það, að peningarnir sem skráðir voru á aflandseyjar, skiluðu ekkert betri ávöxtun þar en t.d. í banka í London. Munurinn lá í lægri sköttum. Heimaland endanlegra eigenda, hverjir sem þeir voru, borgaði þannig mismuninn. Ávöxtunin var sú sama vegna þess að peningarnir voru geymdir og ávaxtaðir í bönkum í London. Þessi aflandsfélög voru í reynd útibú frá City of London. Frá þessum aflandsfélögum streymdu óhemju auðæfi inn í bankana í London, sem gerðu bresku höfuðborgina að helsta fjármálaveldi heimsins. Staða Lundúna í heimsfjármálum og Bretlands sem valdaríki kemur að miklu leyti til vegna þessa ofur innstreymis illa fengins fjár frá þessum „útibúum“ bresku bankanna á aflandseyjum. Það er því misskilningur, svo ekki sé meira sagt, þegar núverandi, eða var það fyrrverandi, forsætisráðherra fullyrti, að peningar SDG, sem að eigin frásögn voru gefnir upp, hafi unnið fyrir íslenska hagkerfið. Þeir unnu fyrir það breska. og skilaðu því ekki aftur Margar tilraunir, bæði á þjóðríkja sem og alþjóða vettvangi, hafa verið reyndar til að stemma stigu við þessari svikamyllu. OECD hefur markvisst reynt að koma á samræmdum reglum meðlimaríkja sinna en árangur hefur látið á sér standa. Bretar hafa skiljanlega dregið lappirnar. Innan Evrópusambandsins hafa einnig verið gerð áhlaup á aflandsvæðingu evrópsks fjármálalífs án þess að marktækur árangur hafi náðst. Bæði er að sum lönd innan ESB, s.s. Lúxemborg, tryggðu sér snemma undanþágur frá meginreglum, sem opnuðu löndunum leiðir til að geta boðið erlendu fjármagni þægileg kjör, en hitt líka að þegar á reyndi komu Bretar í veg fyrir að bandalagið afgreiddi nokkrar bindandi reglur, sem lagt hefði getað hömlur á starfsemi aflandsfélaga. Það er kaldhæðni sögunnar að það var núverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, sem kom í veg fyrir það, síðast þegar tilraun var gerð á vegum ESB. Hefði sú vitneskja um hagnað hans og eiginkonu hans af viðskiptum með aflandseignir þeirra legið fyrir á þeim tíma, er ólíklegt að Bretar hefðu komist upp með að stöðva málið. Fullyrt hefur verið, að sú niðurstaða sem fékkst í uppgjöri föllnu íslensku bankanna, þar sem samið var um málið í stað þess að gera bankana gjaldþrota, hafi minnkað tap kröfuhafa um einhverja hundruð milljarða króna. Bæði David Cameron og Sigmundur Davíð voru báðum megin við borðið.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun