Í húfi er lýðræðið Marc Fleurbaey skrifar 14. apríl 2016 07:00 Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun