Í húfi er lýðræðið Marc Fleurbaey skrifar 14. apríl 2016 07:00 Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun