Hvað er Viðreisn? Benedikt Jóhannesson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Viðreisn er frjálslynt stjórnmálaafl sem vill réttlátt samfélag, stöðugleika, viðskiptafrelsi og vestræna samvinnu. Stjórnmálaflokkarnir hreykja sér af því að styðja ákveðna hópa eða stéttir umfram aðra, en neytendur hafa engan flokk. Við sem stöndum að Viðreisn búum okkur nú af krafti undir næstu kosningar. Rauði þráðurinn í stefnu okkar er: Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við finnum mikinn áhuga og meðbyr. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar og í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi. Haldnir hafa verið tveir stórir, opnir stefnumótunarfundir þar sem grunnurinn var lagður og vinna er í fullum gangi í málefnanefndum.Baráttumálin Hér eru nokkur af stefnumálum okkar.1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum landsins til ákveðinna hópa án endurgjalds.2. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.3. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Bændur verði leystir úr fátæktargildru.4. Nýtum náttúruauðlindir á skynsamlegan og sjálfbæran hátt með það í huga að óskert náttúra er líka auðlind.5. Reisum nýjan Landspítala með áherslu á endurnýjun tækjabúnaðar. Húsið verði tekið í notkun eigi síðar en árið 2022.6. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Nýtum reynslu og þekkingu allra eins lengi og þeir hafa vilja og getu til þess að vinna.7. Ísland á að taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi, þar með talið móttöku flóttamanna.8. Bætum hag ungs fólks með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd. Það er óþolandi að Íslendingar, fólk og fyrirtæki, þurfi að borga miklu hærri vexti en nágrannaþjóðir.9. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er.10. Kosningaréttur á að vera óháður búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.11. Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar og velmegunar almennings. Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Ríkið á ekki að skipta sér af einstaklingunum að þarflausu. Ekki láta pólitíkusa ráðstafa takmörkuðu fjármagni á lágum vöxtum til vildarvina. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess. Meirihluti Alþingis á ekki að valta yfir minnihlutann, en þingið verður að vera starfhæft og umræður eiga að vera markvissar, en ekki til þess að þæfa mál. Löggjöf þarf að vanda og undirbúa vel, en ekki henda frumvörpum inn á síðustu dögum þingsins. Einfalt og gegnsætt stjórnkerfi, sem og skilvirkar reglur sem þjóna hugsjónum lýðræðis. Á næstu tveimur mánuðum verður haldinn formlegur stofnfundur Viðreisnar, en fram að því höldum við áfram undirbúningsstarfinu í málefnanefndum og með umræðufundum. Viðreisn er ekki fyrir þá sem vilja bara „eitthvað annað“. Hún er hins vegar augljós kostur fyrir þá sem vilja stöðugleika, frjálslyndi, velferð, jafnrétti og vilja nýta aðferðir markaðarins þar sem þær eiga við, öllum til hagsbóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Viðreisn er frjálslynt stjórnmálaafl sem vill réttlátt samfélag, stöðugleika, viðskiptafrelsi og vestræna samvinnu. Stjórnmálaflokkarnir hreykja sér af því að styðja ákveðna hópa eða stéttir umfram aðra, en neytendur hafa engan flokk. Við sem stöndum að Viðreisn búum okkur nú af krafti undir næstu kosningar. Rauði þráðurinn í stefnu okkar er: Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við finnum mikinn áhuga og meðbyr. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar og í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi. Haldnir hafa verið tveir stórir, opnir stefnumótunarfundir þar sem grunnurinn var lagður og vinna er í fullum gangi í málefnanefndum.Baráttumálin Hér eru nokkur af stefnumálum okkar.1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum landsins til ákveðinna hópa án endurgjalds.2. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.3. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Bændur verði leystir úr fátæktargildru.4. Nýtum náttúruauðlindir á skynsamlegan og sjálfbæran hátt með það í huga að óskert náttúra er líka auðlind.5. Reisum nýjan Landspítala með áherslu á endurnýjun tækjabúnaðar. Húsið verði tekið í notkun eigi síðar en árið 2022.6. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Nýtum reynslu og þekkingu allra eins lengi og þeir hafa vilja og getu til þess að vinna.7. Ísland á að taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi, þar með talið móttöku flóttamanna.8. Bætum hag ungs fólks með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd. Það er óþolandi að Íslendingar, fólk og fyrirtæki, þurfi að borga miklu hærri vexti en nágrannaþjóðir.9. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er.10. Kosningaréttur á að vera óháður búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.11. Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar og velmegunar almennings. Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Ríkið á ekki að skipta sér af einstaklingunum að þarflausu. Ekki láta pólitíkusa ráðstafa takmörkuðu fjármagni á lágum vöxtum til vildarvina. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess. Meirihluti Alþingis á ekki að valta yfir minnihlutann, en þingið verður að vera starfhæft og umræður eiga að vera markvissar, en ekki til þess að þæfa mál. Löggjöf þarf að vanda og undirbúa vel, en ekki henda frumvörpum inn á síðustu dögum þingsins. Einfalt og gegnsætt stjórnkerfi, sem og skilvirkar reglur sem þjóna hugsjónum lýðræðis. Á næstu tveimur mánuðum verður haldinn formlegur stofnfundur Viðreisnar, en fram að því höldum við áfram undirbúningsstarfinu í málefnanefndum og með umræðufundum. Viðreisn er ekki fyrir þá sem vilja bara „eitthvað annað“. Hún er hins vegar augljós kostur fyrir þá sem vilja stöðugleika, frjálslyndi, velferð, jafnrétti og vilja nýta aðferðir markaðarins þar sem þær eiga við, öllum til hagsbóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar