Formúla 1

Fernando Alonso fær skilyrt keppnisleyfi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Fernando Alonso hefur fengið keppnisleyfi, gegn því að hann standist skoðanir eftir fyrstu æfingu.
Fernando Alonso hefur fengið keppnisleyfi, gegn því að hann standist skoðanir eftir fyrstu æfingu. Vísir/Getty
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 hefur fengið skilyrt leyfi til að keppa í kínverska kappakstrinum um helgina. Hann fékk ekki að keppa í síðustu keppni af læknisfræðilegum ástæðum.

Alonso mun þurfa að fara í frekari athuganir eftir fyrri föstudagsæfinguna í Kína. Þá ræðst hvort hann fær að keppa á sunnudag.

Alonso fékk ekki að taka þátt í Bahrein-kappakstrinum fyrir tveimur vikum eftir árekstur í Ástralíu.

Fái Alonso endanlegt leyfi til að keppa þá heldur hann áfram að hafa keppt í öllum kínversku keppnunum sem haldnar hafa verið í Formúlu 1. Kína kom inn á keppnisdagatalið árið 2004. Alonso hefur unnið tvisvar í Kína.

Varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne náði i fyrstu stig liðsins í ár í fjarrveru Alonso í Bahrein. Vandoorne náði 10. sæti. í keppninni.


Tengdar fréttir

Button notar sína aðra vél í Kína

Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×