#Endósaganmín Silja Ástþórsdóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Að vera sett á pilluna sextán ára eftir að það leið yfir mig af tíðaverkjum á stoppistöðinni við MH. Að fara til kvensjúkdómalæknis sem sagði að ég væri bara ein af þessum óheppnu. Að gráta af kvölum. Að fara í opna kviðarholsaðgerð og halda í framhaldinu að ég sé læknuð. Að hætta í námi af því ég er svo orkulítil. Að fara í bráðaverkjakasti með sjúkrabíl á bráðamóttökuna en fá enga verkjastillingu. Að missa vinkonur og hitta ekki fjölskylduna af því ég hef ekki orku til þess. Að vera spurð að því af hverju ég láti ekki bara taka úr mér legið. Að vera sagt upp vinnunni vegna fjarvista. Að fara í misheppnaðar glasameðferðir. Að vinna hlutastarf í mörg ár af því ég get ekki meir. Að fara í tvær aðgerðir til viðbótar. Að vera á hormónalyfjum í mörg ár sem halda niðri blæðingum þannig að verkirnir skána. Að fara í síðustu glasameðferðina og vera sagt þar sem ég ligg á bekknum, að ég verði bara að fara í gjafaeggjameðferð í sama orðinu og mér er tilkynnt að engin egg hafi náðst. Að fara í rannsókn á frjósemisstofu í Bretlandi sem staðfestir að ég er með ónæmisgalla sem hefði aldrei gert mér kleift að halda fóstri. Að lesa sér til, breyta mataræðinu, leita til sérfræðinga og fá í kjölfarið yfirsýn yfir mína heilsu og hvaða úrræði ég þarf. Að finna frábæran kvensjúkdómalækni. Að fá betri heilsu. Að starfa fyrir Samtök um endómetríósu og styrkja systraböndin.Tíu ára starf Samtök um endómetríósu voru stofnuð árið 2006 og eiga tíu ára afmæli á þessu ári. Síðan þau voru stofnuð hefur ýmislegt breyst til batnaðar. Fleiri kannast við sjúkdóminn endómetríósu og fleiri konur eru reiðubúnar að tjá sig opinberlega um hann. Vísbendingar eru um greiningartíminn sé að styttast. Samt er enn svo langt í land. Enn glíma margar konur með endómetríósu við skilnings- og þjónustuleysi samhliða því að lifa með flóknum sjúkdómi. Enn eru konur ítrekað spurðar af heilbrigðisstarfsfólki hvort þetta sé ekki bara botnlanginn, sagt að þetta sé bara svona slæm hægðatregða eða að þetta sé eingöngu þeirra ímyndun. Enn eimir eftir af samfélagslegum þrýstingi um að ræða ekki blæðingar og konum er t.d. sagt að þær eigi ekki að deila upplýsingum um sjúkdóminn á Facebook, það sé svo ógeðslegt, eins og fram kom í nýlegri athugasemd. En við þurfum einmitt nauðsynlega að ræða um endómetríósu og þar með blæðingar, til að þekking og skilningur á sjúkdómnum aukist og þá jafnframt til að þjónusta við konur með endómetríósu batni, greiningartími styttist og fjármagn til rannsókna aukist.Tölum um blæðingar Við hjá Samtökum um endómetríósu biðjum um ykkar hjálp. Hjálpumst að við að rjúfa þögnina og segjum okkar sögur á samfélagsmiðlum undir #endósaganmín. Endósystur segið ykkar endósögur. Foreldrar, makar, vinir, segið ykkar sögur um það að elska konu með endómetríósu og hvaða áhrif það hefur haft á líf ykkar. Eftir því sem raddir okkar verða fleiri og háværari eykst skilningur á því hversu flókinn sjúkdómur endómetríósa getur verið. Þá förum við jafnvel að eygja möguleikann á stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu. Gerum göngudeild að okkar baráttumáli. Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að 5-10% kvenna hafi. Möguleg einkenni eru meðal annars sárir verkir við blæðingar, verkir á milli blæðinga, meltingarvandamál og sársauki við hægðalosun, sársauki við þvaglát, sársauki við kynlíf, ófrjósemi og síþreyta. Vika endómetríósu stendur nú yfir og lýkur með afmælishátíð samtakanna í Norræna húsinu næstkomandi laugardag. Landspítalinn við Hringbraut er lýstur gulu, lit endómetríósu, af því tilefni. Endo.is, endo@endo.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að vera sett á pilluna sextán ára eftir að það leið yfir mig af tíðaverkjum á stoppistöðinni við MH. Að fara til kvensjúkdómalæknis sem sagði að ég væri bara ein af þessum óheppnu. Að gráta af kvölum. Að fara í opna kviðarholsaðgerð og halda í framhaldinu að ég sé læknuð. Að hætta í námi af því ég er svo orkulítil. Að fara í bráðaverkjakasti með sjúkrabíl á bráðamóttökuna en fá enga verkjastillingu. Að missa vinkonur og hitta ekki fjölskylduna af því ég hef ekki orku til þess. Að vera spurð að því af hverju ég láti ekki bara taka úr mér legið. Að vera sagt upp vinnunni vegna fjarvista. Að fara í misheppnaðar glasameðferðir. Að vinna hlutastarf í mörg ár af því ég get ekki meir. Að fara í tvær aðgerðir til viðbótar. Að vera á hormónalyfjum í mörg ár sem halda niðri blæðingum þannig að verkirnir skána. Að fara í síðustu glasameðferðina og vera sagt þar sem ég ligg á bekknum, að ég verði bara að fara í gjafaeggjameðferð í sama orðinu og mér er tilkynnt að engin egg hafi náðst. Að fara í rannsókn á frjósemisstofu í Bretlandi sem staðfestir að ég er með ónæmisgalla sem hefði aldrei gert mér kleift að halda fóstri. Að lesa sér til, breyta mataræðinu, leita til sérfræðinga og fá í kjölfarið yfirsýn yfir mína heilsu og hvaða úrræði ég þarf. Að finna frábæran kvensjúkdómalækni. Að fá betri heilsu. Að starfa fyrir Samtök um endómetríósu og styrkja systraböndin.Tíu ára starf Samtök um endómetríósu voru stofnuð árið 2006 og eiga tíu ára afmæli á þessu ári. Síðan þau voru stofnuð hefur ýmislegt breyst til batnaðar. Fleiri kannast við sjúkdóminn endómetríósu og fleiri konur eru reiðubúnar að tjá sig opinberlega um hann. Vísbendingar eru um greiningartíminn sé að styttast. Samt er enn svo langt í land. Enn glíma margar konur með endómetríósu við skilnings- og þjónustuleysi samhliða því að lifa með flóknum sjúkdómi. Enn eru konur ítrekað spurðar af heilbrigðisstarfsfólki hvort þetta sé ekki bara botnlanginn, sagt að þetta sé bara svona slæm hægðatregða eða að þetta sé eingöngu þeirra ímyndun. Enn eimir eftir af samfélagslegum þrýstingi um að ræða ekki blæðingar og konum er t.d. sagt að þær eigi ekki að deila upplýsingum um sjúkdóminn á Facebook, það sé svo ógeðslegt, eins og fram kom í nýlegri athugasemd. En við þurfum einmitt nauðsynlega að ræða um endómetríósu og þar með blæðingar, til að þekking og skilningur á sjúkdómnum aukist og þá jafnframt til að þjónusta við konur með endómetríósu batni, greiningartími styttist og fjármagn til rannsókna aukist.Tölum um blæðingar Við hjá Samtökum um endómetríósu biðjum um ykkar hjálp. Hjálpumst að við að rjúfa þögnina og segjum okkar sögur á samfélagsmiðlum undir #endósaganmín. Endósystur segið ykkar endósögur. Foreldrar, makar, vinir, segið ykkar sögur um það að elska konu með endómetríósu og hvaða áhrif það hefur haft á líf ykkar. Eftir því sem raddir okkar verða fleiri og háværari eykst skilningur á því hversu flókinn sjúkdómur endómetríósa getur verið. Þá förum við jafnvel að eygja möguleikann á stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu. Gerum göngudeild að okkar baráttumáli. Endómetríósa er krónískur móðurlífssjúkdómur sem talið er að 5-10% kvenna hafi. Möguleg einkenni eru meðal annars sárir verkir við blæðingar, verkir á milli blæðinga, meltingarvandamál og sársauki við hægðalosun, sársauki við þvaglát, sársauki við kynlíf, ófrjósemi og síþreyta. Vika endómetríósu stendur nú yfir og lýkur með afmælishátíð samtakanna í Norræna húsinu næstkomandi laugardag. Landspítalinn við Hringbraut er lýstur gulu, lit endómetríósu, af því tilefni. Endo.is, endo@endo.is
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun