Það sem Sigmundur gæti gert Ívar Halldórsson skrifar 5. apríl 2016 13:20 Það sem Sigmundur Davíð gæti sagt og margir Íslendingar vildu gjarnan heyra hann segja til að sátt náist í okkar samfélagi: „Kæru Íslendingar, Ég geri mér grein fyrir því að traust er undirstaða farsældar og gæfu. Ég geri mér einnig grein fyrir því að án ykkar trausts hefði mér aldrei verið treyst fyrir embætti forsætisráðherra. Ég er afar þakklátur og met mikils það traust sem þið hafið sýnt mér. Í ljósi atburða líðandi stundar þar sem persónuleg fjármál mín eru í kastljósinu vegna gruns um misferli, tel ég brýnt að ég geri fulla grein fyrir málasökum með afgerandi hætti. Það er á minni könnu að verða við kröfu ykkar um að færa með sannanlegum hætti, rök fyrir því að ég hafi hvergi brotið lög né brugðist trausti ykkar. Með öðrum orðum þá þarf ég að endurvinna traust ykkar – og það ætla ég mér að gera. Ég þarf þó að gera mér grein fyrir því að traust íslensku þjóðarinnar og þingsins er ekki mikið eins og sakir standa í dag. Heimsbyggðin veltir vöngum og reynir að gera upp hug sinn um hvort ég sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Að endurvinna traust ykkar mun taka tíma. Dýrmætan tíma. Eins og málin standa í dag er lítill vinnufriður til að takast á við aðkallandi málefni sem ríkisstjórnin þarf að sinna og leysa, þar sem öll orka þings og miðla fer í að reyna að fá botn í mín persónulegu mál. Ég þarf sem kjörinn forsætisráðherra að hlusta á raddir ykkar og virða það að þið hafið efasemdir um mína hagi. Þótt efitt sé verð ég að gera mér grein fyrir því að ég get ekki náð tilskyldum árangri í starfi mínu þegar ég nýt hvorki trausts samstarfsmanna minna né ykkar. Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Það er ótækt að aðkallandi mál og afspurn þjóðarinnar sitji á hakanum á meðan ég geri hreint fyrir mínum dyrum. Ég ætla því, þótt mér reynist það erfitt, að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ávinna traust ykkar aftur hvort sem ég komi til með að sinna þingstörfum aftur eða ekki. Það mun ég gera til þess að þið sjáið hversu mikils ég met traust ykkar, og til þess að þið vitið á að þið settuð traust ykkar á réttan mann þegar þið kusuð mig fyrst í þetta embætti." Svona uppgjör kynni ég að meta sem Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ívar Halldórsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það sem Sigmundur Davíð gæti sagt og margir Íslendingar vildu gjarnan heyra hann segja til að sátt náist í okkar samfélagi: „Kæru Íslendingar, Ég geri mér grein fyrir því að traust er undirstaða farsældar og gæfu. Ég geri mér einnig grein fyrir því að án ykkar trausts hefði mér aldrei verið treyst fyrir embætti forsætisráðherra. Ég er afar þakklátur og met mikils það traust sem þið hafið sýnt mér. Í ljósi atburða líðandi stundar þar sem persónuleg fjármál mín eru í kastljósinu vegna gruns um misferli, tel ég brýnt að ég geri fulla grein fyrir málasökum með afgerandi hætti. Það er á minni könnu að verða við kröfu ykkar um að færa með sannanlegum hætti, rök fyrir því að ég hafi hvergi brotið lög né brugðist trausti ykkar. Með öðrum orðum þá þarf ég að endurvinna traust ykkar – og það ætla ég mér að gera. Ég þarf þó að gera mér grein fyrir því að traust íslensku þjóðarinnar og þingsins er ekki mikið eins og sakir standa í dag. Heimsbyggðin veltir vöngum og reynir að gera upp hug sinn um hvort ég sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Að endurvinna traust ykkar mun taka tíma. Dýrmætan tíma. Eins og málin standa í dag er lítill vinnufriður til að takast á við aðkallandi málefni sem ríkisstjórnin þarf að sinna og leysa, þar sem öll orka þings og miðla fer í að reyna að fá botn í mín persónulegu mál. Ég þarf sem kjörinn forsætisráðherra að hlusta á raddir ykkar og virða það að þið hafið efasemdir um mína hagi. Þótt efitt sé verð ég að gera mér grein fyrir því að ég get ekki náð tilskyldum árangri í starfi mínu þegar ég nýt hvorki trausts samstarfsmanna minna né ykkar. Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Það er ótækt að aðkallandi mál og afspurn þjóðarinnar sitji á hakanum á meðan ég geri hreint fyrir mínum dyrum. Ég ætla því, þótt mér reynist það erfitt, að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ávinna traust ykkar aftur hvort sem ég komi til með að sinna þingstörfum aftur eða ekki. Það mun ég gera til þess að þið sjáið hversu mikils ég met traust ykkar, og til þess að þið vitið á að þið settuð traust ykkar á réttan mann þegar þið kusuð mig fyrst í þetta embætti." Svona uppgjör kynni ég að meta sem Íslendingur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar