Uppgjörið heldur áfram Martha Árnadóttir skrifar 6. apríl 2016 11:00 Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar