Hvað mega frambjóðendur vera margir? Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2016 11:15 Við Íslendingar göngum til forsetakosninga þann 25. júní, eftir tvo og hálfan mánuð. Þegar þetta er skrifað hafa 13 einstaklingar lýst yfir áhuga á embættinu. Þrettán! það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Er þetta ekki aðeins of mikið? segja sumir, „sirkus“ segja aðrir, eigum við ekki að leggja embættið niður? Hvar endar þetta eiginlega? En hvað er æskilegt að forsetaframbjóðendur séu margir? Er það í eðli sínu slæmt að þeir séu margir? Ég er þeirrar skoðunar að það sé frekar jákvætt að svona margir hafi stigið fram, og vonandi verða nokkrir fleiri búnir að lýsa yfir áhuga áður en framboðsfresti lýkur. Samfélagið okkar er að breytast og ég held að þessi mikli fjöldi sé að einhverju leyti tákn um tíðarandann. Það er auðveldara en nokkru sinni fyrr að hafa rödd í samfélaginu og aðgengi að augum og eyrum fólks án þess að það kosti háar fjárhæðir, það hafa samfélagsmiðlar gert kleift. Það er á einni nóttu hægt að fá hundruð eða þúsundir fylgismanna við hugmyndir eða jafnvel byltingar sem enginn átti von á, né hefðu orðið að veruleika fyrir aðeins örfáum árum. Það er fagnaðarefni að fólk vilji láta til sín taka, vilji hafa áhrif, vilji skipta máli, og sé ekki feimið við að stíga fram, það væri verra ef hlutirnir væru á hinn veginn og enginn gæfi kost á sér, enginn þætti nógu góður, eða að fólk væri of hrætt við sleggjudóma götunnar (lesist samfélagsmiðla). Það má vel vera að það verði meiri vinna fyrir okkur kjósendur að kynna okkur hvað frambjóðendur hafa fram að færa, en aðgengi að upplýsingum er nægt og okkur er ekki vorkunn. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geri sér ekki grein fyrir hversu mikinn eða lítinn stuðnings þeir geti vænst í raun (sbr. Guðni Th. Jóhannesson í Fréttatímanum þann 24. mars sl.), en það ættu úrslit kosninga að skera úr um. Það má vel vera að reglur um forsetakosningar séu orðnar úreltar og að breyta þurfi fyrirkomulaginu, þá þarf að ráðast í það mál. En þangað til skulum við leggja okkur fram um að tala af virðingu um fólkið sem gefið hefur kost á sér, það að margir gefi kost á sér getur engan veginn talist embættinu til minnkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við Íslendingar göngum til forsetakosninga þann 25. júní, eftir tvo og hálfan mánuð. Þegar þetta er skrifað hafa 13 einstaklingar lýst yfir áhuga á embættinu. Þrettán! það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Er þetta ekki aðeins of mikið? segja sumir, „sirkus“ segja aðrir, eigum við ekki að leggja embættið niður? Hvar endar þetta eiginlega? En hvað er æskilegt að forsetaframbjóðendur séu margir? Er það í eðli sínu slæmt að þeir séu margir? Ég er þeirrar skoðunar að það sé frekar jákvætt að svona margir hafi stigið fram, og vonandi verða nokkrir fleiri búnir að lýsa yfir áhuga áður en framboðsfresti lýkur. Samfélagið okkar er að breytast og ég held að þessi mikli fjöldi sé að einhverju leyti tákn um tíðarandann. Það er auðveldara en nokkru sinni fyrr að hafa rödd í samfélaginu og aðgengi að augum og eyrum fólks án þess að það kosti háar fjárhæðir, það hafa samfélagsmiðlar gert kleift. Það er á einni nóttu hægt að fá hundruð eða þúsundir fylgismanna við hugmyndir eða jafnvel byltingar sem enginn átti von á, né hefðu orðið að veruleika fyrir aðeins örfáum árum. Það er fagnaðarefni að fólk vilji láta til sín taka, vilji hafa áhrif, vilji skipta máli, og sé ekki feimið við að stíga fram, það væri verra ef hlutirnir væru á hinn veginn og enginn gæfi kost á sér, enginn þætti nógu góður, eða að fólk væri of hrætt við sleggjudóma götunnar (lesist samfélagsmiðla). Það má vel vera að það verði meiri vinna fyrir okkur kjósendur að kynna okkur hvað frambjóðendur hafa fram að færa, en aðgengi að upplýsingum er nægt og okkur er ekki vorkunn. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geri sér ekki grein fyrir hversu mikinn eða lítinn stuðnings þeir geti vænst í raun (sbr. Guðni Th. Jóhannesson í Fréttatímanum þann 24. mars sl.), en það ættu úrslit kosninga að skera úr um. Það má vel vera að reglur um forsetakosningar séu orðnar úreltar og að breyta þurfi fyrirkomulaginu, þá þarf að ráðast í það mál. En þangað til skulum við leggja okkur fram um að tala af virðingu um fólkið sem gefið hefur kost á sér, það að margir gefi kost á sér getur engan veginn talist embættinu til minnkunar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun