Mazda CX-4 í Peking Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 11:00 Mazda CX-4 verður byggður á tilraunabílnum Mazda Koeru og vonandi sem minnst breytt. Það fjölgar í jepplingaflórunni hjá Mazda og nýjasta bílnum í þeirri fjölskyldu verður skotið á milli CX-3 og CX-5 og fær því nafnið CX-4. Þessi nýi jepplingur verður sýndur á bílasýningunni í Peking sem hefst þann 25. apríl. Þessi bíll er byggður á tilraunabílnum Koeru sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt síðasta haust. Hann er með coupe-lagi sem algengt er orðið með jepplinga nú til dags og því æði sportlegur. CX-4 er 4,6 metra langur, 1,9 m breiður og 1,5 metra hár og það eru 2,7 metrar á milli öxla. Hann er talsvert frábrugðinn öðrum jepplingum Mazda í útliti en ef hann heldur að mestu línunum frá Koeru tilraunabílnum er hér á ferðinni afar fallegur bíll. Að sjálfsögðu fær þessi jepplingur Skyactive vél, sem eru nú í flestum bílum Mazda. CX-4 fær að mestu sama undirvagn og CX-5 jepplingurinn en á að verða enn betri akstursbíll og þarf þó nokkuð til að slá við CX-5 í jepplingaflokknum. Því er von að margir sé spenntur að prófa þennan bíl frá Mazda, en fyrirtækið hefur á undanförnum árum sent frá sér frábæra akstursbíla og fallega að auki, eins og á myndinni sést. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Það fjölgar í jepplingaflórunni hjá Mazda og nýjasta bílnum í þeirri fjölskyldu verður skotið á milli CX-3 og CX-5 og fær því nafnið CX-4. Þessi nýi jepplingur verður sýndur á bílasýningunni í Peking sem hefst þann 25. apríl. Þessi bíll er byggður á tilraunabílnum Koeru sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt síðasta haust. Hann er með coupe-lagi sem algengt er orðið með jepplinga nú til dags og því æði sportlegur. CX-4 er 4,6 metra langur, 1,9 m breiður og 1,5 metra hár og það eru 2,7 metrar á milli öxla. Hann er talsvert frábrugðinn öðrum jepplingum Mazda í útliti en ef hann heldur að mestu línunum frá Koeru tilraunabílnum er hér á ferðinni afar fallegur bíll. Að sjálfsögðu fær þessi jepplingur Skyactive vél, sem eru nú í flestum bílum Mazda. CX-4 fær að mestu sama undirvagn og CX-5 jepplingurinn en á að verða enn betri akstursbíll og þarf þó nokkuð til að slá við CX-5 í jepplingaflokknum. Því er von að margir sé spenntur að prófa þennan bíl frá Mazda, en fyrirtækið hefur á undanförnum árum sent frá sér frábæra akstursbíla og fallega að auki, eins og á myndinni sést.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent