Porsche sýknað af stefnu ekkju Paul Walker í Fast & Furious Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 16:00 Paul Walker úr Fast & Furious myndunum. Paul Walker, leikarinn kunni úr Fast & Furious myndunum, lést árið 2013 í Porsche Carrera GT bíl ásamt vini sínum, Roger Rodas sem ók bílnum. Í kjölfarið stefndi ekkja Paul Walker Porsche bílaframleiðandann á grundvelli þess að bíllinn sem þeir óku fyllti ekki öryggiskröfur og væri með gallað fjöðrun hægra megin að aftan. Dómari í Bandaríkjunum hefur nú vísað ákærunni frá og sýknað Porsche og í niðurstöðum dómsins kemur fram að enginn galli hefði fundist í fjöðrun bílsins og að ekki væri hægt að gera þá kröfu að bíllinn ætti að vera með veltigrind, þó svo öflugur væri. Þegar Paul Walker og Roger Rodas lentu á ljósastaur var bíll þeirra á 130 til 150 km hraða á götu þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst. Dekkin undir bílnum voru 9 ára gömul og á það væntanlega þátt í hve illa fór. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Paul Walker, leikarinn kunni úr Fast & Furious myndunum, lést árið 2013 í Porsche Carrera GT bíl ásamt vini sínum, Roger Rodas sem ók bílnum. Í kjölfarið stefndi ekkja Paul Walker Porsche bílaframleiðandann á grundvelli þess að bíllinn sem þeir óku fyllti ekki öryggiskröfur og væri með gallað fjöðrun hægra megin að aftan. Dómari í Bandaríkjunum hefur nú vísað ákærunni frá og sýknað Porsche og í niðurstöðum dómsins kemur fram að enginn galli hefði fundist í fjöðrun bílsins og að ekki væri hægt að gera þá kröfu að bíllinn ætti að vera með veltigrind, þó svo öflugur væri. Þegar Paul Walker og Roger Rodas lentu á ljósastaur var bíll þeirra á 130 til 150 km hraða á götu þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst. Dekkin undir bílnum voru 9 ára gömul og á það væntanlega þátt í hve illa fór.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira