Metsala bíla í Bretlandi í mars Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 12:25 Tvær kynslóðir Mini bíla. mini.com Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira