Top Gear spyrna – Golf R, Porsche 911 GTS og McLaren 675LT Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 16:44 Það er ekki alveg sanngjarnt að spyrna Volkswagen Golf R gegn ofurbíl eins og McLaren 675LT og Porsche 911 Carrear GTS, en það er samt forvitnilegt að sjá hversu mikið hann stendur í hinum tveimur. Hér er þeim þó sprett úr spori kvartmílu. Rétt er að hafa í huga að Golf R kostar 32.890 bresk pund, Porche 911 Carrera GTS 93.915 pund en McLaren 675LT 259.500 pund. Því má kaupa nærri átta Golf R fyrir einn McLaren og tvo og hálfan Porsche 911 Carrera GTS. Golfinn er samt ári snöggur bíll og 4,9 sekúndur í hundraðið en McLaren 675LT 2,9 sekúndur. Það tekur Porsche 911 Carrera GTS 4,0 sekúndur. Það skal tekið fram að það er netútgáfan af Top Gear sem stóð fyrir gerð þessa myndskeiðs og hún verður væntanlega ekki í sýningu í tilvonandi Top Gear bílaþáttum. Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent
Það er ekki alveg sanngjarnt að spyrna Volkswagen Golf R gegn ofurbíl eins og McLaren 675LT og Porsche 911 Carrear GTS, en það er samt forvitnilegt að sjá hversu mikið hann stendur í hinum tveimur. Hér er þeim þó sprett úr spori kvartmílu. Rétt er að hafa í huga að Golf R kostar 32.890 bresk pund, Porche 911 Carrera GTS 93.915 pund en McLaren 675LT 259.500 pund. Því má kaupa nærri átta Golf R fyrir einn McLaren og tvo og hálfan Porsche 911 Carrera GTS. Golfinn er samt ári snöggur bíll og 4,9 sekúndur í hundraðið en McLaren 675LT 2,9 sekúndur. Það tekur Porsche 911 Carrera GTS 4,0 sekúndur. Það skal tekið fram að það er netútgáfan af Top Gear sem stóð fyrir gerð þessa myndskeiðs og hún verður væntanlega ekki í sýningu í tilvonandi Top Gear bílaþáttum.
Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent