Sala bíla í Evrópu jókst um 5,2% í mars Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 10:05 Páskarnir voru í mars og fækkaði það bílasöludögunum. Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent