Sala bíla í Evrópu jókst um 5,2% í mars Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 10:05 Páskarnir voru í mars og fækkaði það bílasöludögunum. Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira