Dísilbílabann í Þýskum borgum Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 15:04 Þýsk bílaumferð. Borgarstjórnir í þýskum borgum sem hrjáðar eru af mengun bíla munu brátt fá þau lagalegu tæki í hendurnar til að banna umferð gamalla dísilbíla sem menga mikið. Hingað til hafa þau ekki haft lagalegan gröndvöll til að banna umferð nokkurra bíla í borgunum, en Angela Merkel kanslari Þýskalands eru nú að setja lög sem leyfa þeim það. Bannið mun ná til dísilbíla sem ekki uppfylla EURO 6 staðalinn fyrir dísilbíla. Það þýðir að þeir mega ekki menga meira en 80 g/km af NOx efnasamböndum. Það gerir það að verkum að milljónir eigenda dísilbíla gætu átt það á hættu að vera bannað að aka um þessar borgir tímabundið. Þessi reglusetning kemur í kjölfar dísilvélasvindsl Volkswagen á síðasta ári. Þýski bílaiðnaðurinn er ekki mjög hrifinn af þessari lagasetningu, ekki síst í ljósi þess að um helmingur þeirra 3 milljón bíla sem seldir eru á ári hverju í Þýskalandi eru dísilbílar. Fullyrt er til stuðnings lagasetningunni að 10.000 ótímabær dauðsföll sé vegna NOx mengunar dísilbíla á ári hverju í Þýskalandi. Sem dæmi um áherslu þýskra bílaframleiðenda á dísilbíla þá framleiðir BMW 74% bíla sinna með dísilvélum og Audi 67%. Aðeins þriðjungur af núverandi dísilbílum í Þýskalandi uppfyllir EURO 6 staðalinn. Talið er að helmingur dísilbílaflotans í Þýskalandi verði endurnýjaður með öðrum dísilbílum sem uppfylla EURO 6 staðalinn á næstu 5 árum. Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent
Borgarstjórnir í þýskum borgum sem hrjáðar eru af mengun bíla munu brátt fá þau lagalegu tæki í hendurnar til að banna umferð gamalla dísilbíla sem menga mikið. Hingað til hafa þau ekki haft lagalegan gröndvöll til að banna umferð nokkurra bíla í borgunum, en Angela Merkel kanslari Þýskalands eru nú að setja lög sem leyfa þeim það. Bannið mun ná til dísilbíla sem ekki uppfylla EURO 6 staðalinn fyrir dísilbíla. Það þýðir að þeir mega ekki menga meira en 80 g/km af NOx efnasamböndum. Það gerir það að verkum að milljónir eigenda dísilbíla gætu átt það á hættu að vera bannað að aka um þessar borgir tímabundið. Þessi reglusetning kemur í kjölfar dísilvélasvindsl Volkswagen á síðasta ári. Þýski bílaiðnaðurinn er ekki mjög hrifinn af þessari lagasetningu, ekki síst í ljósi þess að um helmingur þeirra 3 milljón bíla sem seldir eru á ári hverju í Þýskalandi eru dísilbílar. Fullyrt er til stuðnings lagasetningunni að 10.000 ótímabær dauðsföll sé vegna NOx mengunar dísilbíla á ári hverju í Þýskalandi. Sem dæmi um áherslu þýskra bílaframleiðenda á dísilbíla þá framleiðir BMW 74% bíla sinna með dísilvélum og Audi 67%. Aðeins þriðjungur af núverandi dísilbílum í Þýskalandi uppfyllir EURO 6 staðalinn. Talið er að helmingur dísilbílaflotans í Þýskalandi verði endurnýjaður með öðrum dísilbílum sem uppfylla EURO 6 staðalinn á næstu 5 árum.
Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent