Tíu manns var sagt upp hjá Símanum og dótturfélögum í dag og í gær. Þeir sem sagt var upp starfa víðsvegar í samstæðu Símans. Uppsagnir hafa verið tíðar hjá Símanum það sem af er ári.
Það sem af er ári hefur starfsmönnum fyrirtækjasamstæðu Símans fækkað um 10% vegna hagræðingar og sölu dótturfélaganna Staka og Talenta. Nú um mánaðamótin fækkar stöðugildum um fimmtán hjá samstæðunni, þar af hætta fimm vegna aldurs.
Fjórtán starfsmönnum Símans var sagt upp störfum í janúar og þrettán starfsmönnum var sagt upp í febrúar. Í fyrra tilvikinu sagði Síminn að mikilvægt væri að sníða sér stakk eftir vexti og í seinna tilvikinu sagði Síminn að um væri að ræða áherslubreytingar á rekstri markaðs-og vefdeilda fyrirtækisins.
Í tilkynningu frá Símanum segir að harðnandi samkeppni á fjarskiptamarkaði og hækkandi rekstrarkostnaður kallar á breytingar innan fyrirtækisins. Vöru- og viðskiptaþróunardeild fyrirtækisins hefur verið skipt upp í tvær deildir um núverandi og nýja tekjustrauma og tvær deildir sameinaðar þeirri fyrrnefndu undir nýju nafni, Vöru- og verkefnastýring.
Verður nýja deildin undir stjórn tveggja stjórnenda sem starfi nú þegar hjá Símanum, Ásu Rún Björnsdóttir ogg Guðlaugs Eyjólfssonar.Hagnaður Símans á síðasta ári nam 2.875 milljónum króna og lækkaði um 399 milljónir milli ára.
Enn segir Síminn upp fólki

Tengdar fréttir

Fjórtán starfsmönnum Símans sagt upp
Á einungis áratug hefur starfsfólki Símans og dótturfélaga fækkað um rúman þriðjung eða ríflega 400.

Uppsagnir hjá Símanum
Þrettán manns var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag.

Hagnaður Símans nam 2,9 milljörðum
Hagnaður Símans dróst saman milli ára.