Michelle Rodriguez á 320 km hraða í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 14:29 Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent