Hraðatakmörkunum aflétt á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 09:58 Brátt má aka Nürburgring akstursbrautina í Þýskalandi á ótakmörkuðum hraða. Hraðatakmarkanir hafa verið á akstursbrautinni Nürburgring frá 28. mars í fyrra, en því verður aflétt þann 2. apríl næstkomandi. Ástæða lokunarinnar var slys sem átti sér stað í mars í fyrra er Nissan GT-R bíll sem ekið var af Jann Mardenborough í þolaksturskeppni tókst á loft og endaði á áhorfendasvæði brautarinnar með hörmulegum afleiðingum. Nú hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á brautinn til að tryggja bæði öryggi ökumanna og áhorfenda. Hraðatakmarkanirnar voru á tveimur hættulegum stöðum brautarinnar, við Schwedenkreuz beygjuna og Döttinger Höhe, sem er beinn kafli. Með afléttingu hraðatakmarkana munu vafalaust hefjast aftur barátta bílframleiðenda við að setja hraðamet í brautinni í hinum ýmsu flokkum bíla. Margt gerist í þróun bíla á einu ári og vafalaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar nú og vænta má frétta af bætingum á næstu mánuðum. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent
Hraðatakmarkanir hafa verið á akstursbrautinni Nürburgring frá 28. mars í fyrra, en því verður aflétt þann 2. apríl næstkomandi. Ástæða lokunarinnar var slys sem átti sér stað í mars í fyrra er Nissan GT-R bíll sem ekið var af Jann Mardenborough í þolaksturskeppni tókst á loft og endaði á áhorfendasvæði brautarinnar með hörmulegum afleiðingum. Nú hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á brautinn til að tryggja bæði öryggi ökumanna og áhorfenda. Hraðatakmarkanirnar voru á tveimur hættulegum stöðum brautarinnar, við Schwedenkreuz beygjuna og Döttinger Höhe, sem er beinn kafli. Með afléttingu hraðatakmarkana munu vafalaust hefjast aftur barátta bílframleiðenda við að setja hraðamet í brautinni í hinum ýmsu flokkum bíla. Margt gerist í þróun bíla á einu ári og vafalaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar nú og vænta má frétta af bætingum á næstu mánuðum.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent