Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson skrifar 21. mars 2016 15:10 Stjórnarandstaðan talar nú um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra vegna erlendra eigna eiginkonu hans, á þeim grundvelli að hann hefði átt að upplýsa um þessar eignir löngu fyrr. Þetta er nokkuð merkileg krafa frá stjórnarandstöðunni þar sem engum þingmanni né ráðherra er skylt að gefa upp séreignir maka síns. Þess fyrir utan hefur það alltaf legið fyrir að eiginkona forsætisráðherra sé sterkefnuð kona. Aðrir leggja málið þannig upp að hægt sé að rengja hæfi forsætisráðherra, þar sem eiginkona hans átti kröfur í þrotabú föllnu bankana. Það verður með sanni segjast að það þykir mér heldur langsótt. Sigmundur Davíð er sá maður sem hefur gengið hvað harðast gegn kröfuhöfunum frá því hann kom í pólitík og undir hans stjórn var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða krónur, beint eða óbeint. Ekkert var gefið eftir í þeirri vinnu og þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mjög fyrir orð sín um uppgjör föllnu bankanna í síðustu Alþingiskosningum - það sem hann væri að leggja til væri hreinlega óraunhæft og lýðskrum - hefur hvert einasta atriði í þeim málflutningi hans staðist. Í raun má segja að efnahagslegt kraftaverk hafi verið unnið á tíma Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra. Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk. Hann er leiðtogi sem nær árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan talar nú um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra vegna erlendra eigna eiginkonu hans, á þeim grundvelli að hann hefði átt að upplýsa um þessar eignir löngu fyrr. Þetta er nokkuð merkileg krafa frá stjórnarandstöðunni þar sem engum þingmanni né ráðherra er skylt að gefa upp séreignir maka síns. Þess fyrir utan hefur það alltaf legið fyrir að eiginkona forsætisráðherra sé sterkefnuð kona. Aðrir leggja málið þannig upp að hægt sé að rengja hæfi forsætisráðherra, þar sem eiginkona hans átti kröfur í þrotabú föllnu bankana. Það verður með sanni segjast að það þykir mér heldur langsótt. Sigmundur Davíð er sá maður sem hefur gengið hvað harðast gegn kröfuhöfunum frá því hann kom í pólitík og undir hans stjórn var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða krónur, beint eða óbeint. Ekkert var gefið eftir í þeirri vinnu og þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mjög fyrir orð sín um uppgjör föllnu bankanna í síðustu Alþingiskosningum - það sem hann væri að leggja til væri hreinlega óraunhæft og lýðskrum - hefur hvert einasta atriði í þeim málflutningi hans staðist. Í raun má segja að efnahagslegt kraftaverk hafi verið unnið á tíma Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra. Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk. Hann er leiðtogi sem nær árangri.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar