Vatn og vinna Eiríkur Hjálmarsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Sumir segja að skoðunarferðir með ferðamenn séu í raun rútuferðir á milli klósetta. Það ber vissulega margt snoturt og áhugavert fyrir augu á leiðinni en grunnþörfunum verði að sinna. Vatn og vinna er yfirskrift alþjóðlegs vatnsdags Sameinuðu þjóðanna nú í ár en hann er haldinn er 22. mars ár hvert. Við erum hvött til að leiða hugann að því hvernig vatn snertir vinnuna okkar og þar sem vatnið er hrein og klár lífsnauðsyn ættum við ekki að þurfa að hugsa lengi. Þannig snertir aðgengi að rennandi vatni augljóslega starf leiðsögumannsins og rútubílstjórans. Við í Reykjavík notum talsvert af vatni. Þótt þessi mikli elexír sé vottaður sem matvæli, drekkum við kannski minnst af honum. Verulegt magn fer í þvotta, talsvert í að sturta niður, slatti í eldamennsku og svo stólar slökkviliðið á sama vatn og við súpum á. Heimilin í höfuðborginni nota hinsvegar bara helminginn af vatninu sem rennur um æðar vatnsveitu Veitna. Fyrirtæki og stofnanir þar sem við vinnum nota hinn helminginn. Snemma á síðustu öld, þegar vatnsveita var loks lögð í Reykjavík, var hún forsenda framleiðslu á matvælum með öðrum hætti en fyrr. Fiskur var þveginn úr hreinu vatni, drykkjarvöruframleiðsla gat hafist og hægt var að þrífa mjólkurbúin. Á síðari árum sjáum við til dæmis lyfjafyrirtæki nota mikið vatn einmitt til að losna við þrif með kemískum efnum og vatnið er að mörgu leyti grundvöllur þess hreinlætis sem nauðsynlegt er til að meðalaldur þjóðarinnar sé samanburðarhæfur. Nú er hann einn sá hæsti í heimi. Þegar við sjáum Ísland auglýst sem hreint og tært vísar það vitaskuld til þeirrar hreinu orku sem við notum en kannski ennþá frekar til vatnsins. Þannig er hreint vatn hluti þeirrar ímyndar sem reynist ferðaþjónustunni vel til að markaðssetja ferðalög til Íslands og er hreint vatn þar með ein undirstaða vinnu stöðugt fleiri landsmanna. Svona auðlind þurfum við að fara vel með og við gætum best að ímyndinni með að passa upp á vatnsbólin, vatnsveiturnar og vatnið sjálft; árnar, vötnin og sjóinn og vatnið í jörðinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Sumir segja að skoðunarferðir með ferðamenn séu í raun rútuferðir á milli klósetta. Það ber vissulega margt snoturt og áhugavert fyrir augu á leiðinni en grunnþörfunum verði að sinna. Vatn og vinna er yfirskrift alþjóðlegs vatnsdags Sameinuðu þjóðanna nú í ár en hann er haldinn er 22. mars ár hvert. Við erum hvött til að leiða hugann að því hvernig vatn snertir vinnuna okkar og þar sem vatnið er hrein og klár lífsnauðsyn ættum við ekki að þurfa að hugsa lengi. Þannig snertir aðgengi að rennandi vatni augljóslega starf leiðsögumannsins og rútubílstjórans. Við í Reykjavík notum talsvert af vatni. Þótt þessi mikli elexír sé vottaður sem matvæli, drekkum við kannski minnst af honum. Verulegt magn fer í þvotta, talsvert í að sturta niður, slatti í eldamennsku og svo stólar slökkviliðið á sama vatn og við súpum á. Heimilin í höfuðborginni nota hinsvegar bara helminginn af vatninu sem rennur um æðar vatnsveitu Veitna. Fyrirtæki og stofnanir þar sem við vinnum nota hinn helminginn. Snemma á síðustu öld, þegar vatnsveita var loks lögð í Reykjavík, var hún forsenda framleiðslu á matvælum með öðrum hætti en fyrr. Fiskur var þveginn úr hreinu vatni, drykkjarvöruframleiðsla gat hafist og hægt var að þrífa mjólkurbúin. Á síðari árum sjáum við til dæmis lyfjafyrirtæki nota mikið vatn einmitt til að losna við þrif með kemískum efnum og vatnið er að mörgu leyti grundvöllur þess hreinlætis sem nauðsynlegt er til að meðalaldur þjóðarinnar sé samanburðarhæfur. Nú er hann einn sá hæsti í heimi. Þegar við sjáum Ísland auglýst sem hreint og tært vísar það vitaskuld til þeirrar hreinu orku sem við notum en kannski ennþá frekar til vatnsins. Þannig er hreint vatn hluti þeirrar ímyndar sem reynist ferðaþjónustunni vel til að markaðssetja ferðalög til Íslands og er hreint vatn þar með ein undirstaða vinnu stöðugt fleiri landsmanna. Svona auðlind þurfum við að fara vel með og við gætum best að ímyndinni með að passa upp á vatnsbólin, vatnsveiturnar og vatnið sjálft; árnar, vötnin og sjóinn og vatnið í jörðinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun