„Viðskiptabannið verður afnumið“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. mars 2016 19:19 Obama hjónunum var vel tekið af almenningi í Kúbu við komu sína. Visir/Getty Sameiginlegur blaðamannafundur Barack Obama og Raúl Castro lauk um sjöleytið í kvöld. Fundurinn er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta skipti sem sitjandi Bandaríkjaforseti heimsækir Kúbu í 88 ár. Heimsóknin þykir því til marks um að aukin og vinalegri samskipti á milli þjóðanna. Það var Castro sem byrjaði á því að tala til fjölmiðla á fundinum. Hann sagðist fagna afstöðu Obama gegn viðskiptabanninu á Kúbu og sagði að hann vonaðist til þess að því yrði lyft þar sem það hafi skaðleg áhrif á land sitt. Castro sagði einnig að það væri ein krafa sín að því landsvæði sem Bandaríkin ráði nú yfir á Kúbu og er notað undir Guantánamo fangelsið yrði skilað. Hann gagnrýndi Bandaríkin fyrir að veita ekki öllum þegnum sínum jafnan aðgang að heilsugæslu, menntun, mat, launajöfnuði og mannréttindum. Castro sagði að nú væri verið að ræða ný tengsl á milli þjóðanna sem ekki hefðu þekkst áður. Hann fagnaði því sérstaklega að nú væri útlit fyrir betra aðgengi Kúbverja að lyfjum og tækninýjungum á sviði læknisvísinda.Rokksveitin sögufræga Rolling Stones undirbýr fría tónleika í Havana sem verða strax að lokinni heimsókn forsetans.Vísir/GettyKúbverjar fá aðgang að netinuObama mætti til Kúbu ásamt allri fjölskyldu sinni og stórum hóp þingmanna sem þykir sýna aukinn áhuga Bandaríkjanna á því að bæta samskipti þjóðanna. Hann talaði um að bandarísk fyrirtæki ætluðu að aðstoða almenning á Kúbu að komast á internetið. Obama sagði að veitt hafi verið leyfi til þess að auka flug- og ferjuferðir á milli landanna og að verið sé að klára skiptinemasamning á milli háskóla í löndunum tveimur. Obama talaði einnig um að báðar þjóðir væru að undirbúa að fjarlægja höft sem hafa verið á gjaldeyrarskiptum milli landanna. „Viðskiptabannið verður afnumið!,“ svaraði Obama skýrt þegar hann var aðspurður um hvað hann héldi að kæmi út úr bættum samskiptum þjóðanna. Hann gagnrýndi ákvörðunina um viðskiptabann og sagði að hálfrar aldar saga þess ætti að vera næg til að allir gerðu sér grein fyrir að það virkaði ekki. Núna sé því kominn tími til þess að prufa aðra nálgun. Til þess að lyfta banninu þarf þingið að taka upp málið og kjósa. Obama sagði að það gæti því vel verið svo að banninu yrði ekki lyft fyrr en eftir forsetatíð sína. Hljómsveitin Rolling Stones undirbýr nú fría tónleika á íþróttaleikvangi í Havana en fresta þurfti þeim um tvo daga vegna heimsóknar forsetans. Jagger grínaðist með það á Twitter-síðu sveitarinnar og tilkynnti Obama sem sérstakt upphitunaratriði Stones á Kúbu. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Sameiginlegur blaðamannafundur Barack Obama og Raúl Castro lauk um sjöleytið í kvöld. Fundurinn er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta skipti sem sitjandi Bandaríkjaforseti heimsækir Kúbu í 88 ár. Heimsóknin þykir því til marks um að aukin og vinalegri samskipti á milli þjóðanna. Það var Castro sem byrjaði á því að tala til fjölmiðla á fundinum. Hann sagðist fagna afstöðu Obama gegn viðskiptabanninu á Kúbu og sagði að hann vonaðist til þess að því yrði lyft þar sem það hafi skaðleg áhrif á land sitt. Castro sagði einnig að það væri ein krafa sín að því landsvæði sem Bandaríkin ráði nú yfir á Kúbu og er notað undir Guantánamo fangelsið yrði skilað. Hann gagnrýndi Bandaríkin fyrir að veita ekki öllum þegnum sínum jafnan aðgang að heilsugæslu, menntun, mat, launajöfnuði og mannréttindum. Castro sagði að nú væri verið að ræða ný tengsl á milli þjóðanna sem ekki hefðu þekkst áður. Hann fagnaði því sérstaklega að nú væri útlit fyrir betra aðgengi Kúbverja að lyfjum og tækninýjungum á sviði læknisvísinda.Rokksveitin sögufræga Rolling Stones undirbýr fría tónleika í Havana sem verða strax að lokinni heimsókn forsetans.Vísir/GettyKúbverjar fá aðgang að netinuObama mætti til Kúbu ásamt allri fjölskyldu sinni og stórum hóp þingmanna sem þykir sýna aukinn áhuga Bandaríkjanna á því að bæta samskipti þjóðanna. Hann talaði um að bandarísk fyrirtæki ætluðu að aðstoða almenning á Kúbu að komast á internetið. Obama sagði að veitt hafi verið leyfi til þess að auka flug- og ferjuferðir á milli landanna og að verið sé að klára skiptinemasamning á milli háskóla í löndunum tveimur. Obama talaði einnig um að báðar þjóðir væru að undirbúa að fjarlægja höft sem hafa verið á gjaldeyrarskiptum milli landanna. „Viðskiptabannið verður afnumið!,“ svaraði Obama skýrt þegar hann var aðspurður um hvað hann héldi að kæmi út úr bættum samskiptum þjóðanna. Hann gagnrýndi ákvörðunina um viðskiptabann og sagði að hálfrar aldar saga þess ætti að vera næg til að allir gerðu sér grein fyrir að það virkaði ekki. Núna sé því kominn tími til þess að prufa aðra nálgun. Til þess að lyfta banninu þarf þingið að taka upp málið og kjósa. Obama sagði að það gæti því vel verið svo að banninu yrði ekki lyft fyrr en eftir forsetatíð sína. Hljómsveitin Rolling Stones undirbýr nú fría tónleika á íþróttaleikvangi í Havana en fresta þurfti þeim um tvo daga vegna heimsóknar forsetans. Jagger grínaðist með það á Twitter-síðu sveitarinnar og tilkynnti Obama sem sérstakt upphitunaratriði Stones á Kúbu.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira