Heilbrigðisþjónusta – óháð efnahag Magnús Orri Schram skrifar 23. mars 2016 07:00 Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. Mikið veikt fólk dvelur á göngum spítalans. Bílskúrar teknir undir sjúkrarúm. Starfsfólkið vinnur kraftaverk á hverjum degi en umhverfið er óboðlegt. Verkefnið fram undan er þríþætt: Ljúka þarf við byggingu nýs spítala og bæta þannig aðstöðuna, minnka álagið og efla þjónustuna. Auka þarf styrk heilsugæslunnar sem getur þá verið fyrsti viðkomustaður almennings. Í þriðja lagi þarf að tryggja að fólk geti notið heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Að allir getið fengið þá aðstoð sem þeir þurfa en ekki bara þeir efnameiri. Það er því miður ekki raunin í dag. Þess vegna á opinber heilbrigðisþjónusta að vera ókeypis. Fólkið sem veikist á ekki að þurfa að greiða háar fjárhæðir til að fá lækningu eða aðstoð. Þá er það veikast fyrir. Í dag getur það kostað milljónir að veikjast af krabbameini. Það kostar formúu að leita sér hjálpar í íslensku heilbrigðiskerfi. Það á ekki að líðast hjá jafn ríkri þjóð. Öflugt velferðarkerfi á að grípa þá sem þurfa aðstoð og styðja þá í gegnum erfiðleikana. Þannig stöndum við saman á bak við þá veiku. Í gegnum sameiginlega sjóði hjálpumst við að. Almenningur vill setja meiri fjármuni í heilbrigðismál en við gerum í dag. Þess vegna skrifar fólk undir hjá Kára Stefánssyni. Peningarnir eru til staðar í þjóðfélaginu en stjórnmálamennina virðist skorta kjark til að forgangsraða í þágu almennings. Hægt er t.d. að sækja umtalsverða fjármuni til þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og hafa fengið veiðigjöldin lækkuð á undanförnum árum. Það má nýta þá fjármuni til að byggja upp heilsugæsluna, ljúka við nýjan spítala og tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu – óháð efnahag. Nú þegar betur árar eigum við að fjárfesta í heilbrigðismálum. Við viljum nefnilega búa í samfélagi þar sem fólk býr við jöfn tækifæri - óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. Mikið veikt fólk dvelur á göngum spítalans. Bílskúrar teknir undir sjúkrarúm. Starfsfólkið vinnur kraftaverk á hverjum degi en umhverfið er óboðlegt. Verkefnið fram undan er þríþætt: Ljúka þarf við byggingu nýs spítala og bæta þannig aðstöðuna, minnka álagið og efla þjónustuna. Auka þarf styrk heilsugæslunnar sem getur þá verið fyrsti viðkomustaður almennings. Í þriðja lagi þarf að tryggja að fólk geti notið heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Að allir getið fengið þá aðstoð sem þeir þurfa en ekki bara þeir efnameiri. Það er því miður ekki raunin í dag. Þess vegna á opinber heilbrigðisþjónusta að vera ókeypis. Fólkið sem veikist á ekki að þurfa að greiða háar fjárhæðir til að fá lækningu eða aðstoð. Þá er það veikast fyrir. Í dag getur það kostað milljónir að veikjast af krabbameini. Það kostar formúu að leita sér hjálpar í íslensku heilbrigðiskerfi. Það á ekki að líðast hjá jafn ríkri þjóð. Öflugt velferðarkerfi á að grípa þá sem þurfa aðstoð og styðja þá í gegnum erfiðleikana. Þannig stöndum við saman á bak við þá veiku. Í gegnum sameiginlega sjóði hjálpumst við að. Almenningur vill setja meiri fjármuni í heilbrigðismál en við gerum í dag. Þess vegna skrifar fólk undir hjá Kára Stefánssyni. Peningarnir eru til staðar í þjóðfélaginu en stjórnmálamennina virðist skorta kjark til að forgangsraða í þágu almennings. Hægt er t.d. að sækja umtalsverða fjármuni til þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og hafa fengið veiðigjöldin lækkuð á undanförnum árum. Það má nýta þá fjármuni til að byggja upp heilsugæsluna, ljúka við nýjan spítala og tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu – óháð efnahag. Nú þegar betur árar eigum við að fjárfesta í heilbrigðismálum. Við viljum nefnilega búa í samfélagi þar sem fólk býr við jöfn tækifæri - óháð efnahag.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun